DAGSFERÐIR Á FJALLAHJÓLI

fjallahjólaferð bikecompany
MEIRA HÉR+

HJÓLAÐ VIÐ HVALEYRARVATN

KOMDU ÚT AÐ HJÓLA!

Hvaleyrarvatn og nágrenni er stórkostlegt leiksvæði, aðeins steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Þar er úr miklu að moða fyrir alla sem hafa gaman af fjörlegum fjallahjólreiðum í einstöku umhverfi.

VERÐ: 9.000 ISK

BROTTFARIR:
  • Kl. 17:00 í maí - október 2021

ERFIÐLEIKASTIG: Í léttari kantinum

Hengill
MEIRA HÉR+

FJALLAHJÓLAFJÖR Á HENGLI

KVÖLDFERÐ

Ef að þú ert vanur fjallahjólari og ert að leita eftir ævintýralegri dagsferð í mögnuðum "downhill" leiðum, þá er þetta akkúrat ferðin fyrir þig! Í þessari ferð þarftu ekkert að klifra heldur sjáum við um að skutla þér upp í upphafspunkt leiðarinnar, eins oft og þú vilt!

VERÐ: 9.000 ISK

BROTTFARIR:
  • Kl. 17:00 frá júní til október 2021

ERFIÐLEIKASTIG: Erfið

fjallahjólaferð fjallabak
MEIRA HÉR+

DAGSFERÐ Á FJALLABAK

LÖNG DAGSFERÐ

Að Fjallabaki er einn risastór leikvöllur sem hentar fullkomlega fyrir hjóla-ævintýri. Malarvegir, slóðar, kindastígar...skiptir ekki máli, allt er skemmtilegt á fjallahjóli. Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veðrum og vindum.

VERÐ: 25.000 ISK

BROTTFARIR:
  • Kl: 8:00 frá júní til september 2021

ERFIÐLEIKASTIG: Öll getustig

Námskeið -Antoine Daures
MEIRA HÉR+

HJÓLUM Í TÆKNINA

NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Námskeið þar sem farið er yfir nokkur grunn-atriði sem að skipta máli til þess að njóta þess að þjóta um á fjallahjóli.

VERÐ: 5.000 ISK

LENGD: 2 - 3 klst

DAGSETNINGAR:
  • Mánudaga kl. 17:00 í mars og apríl 2021

ERFIÐLEIKASTIG: Fyrir byrjendur

TOP