PERÚ: FJALLAHJÓLAFERÐ 2024
ANDESFJÖLLIN; TOPPURINN Á TILVERUNNI!
Cusco héraðið í Perú hefur lengi verið þekkt fyrir bestu fjallahjólaleiðir í heimi! Í þessari ferð er boðið uppá 6 daga af masterpís hjólaleiðum, sem að eru frægar fyrir bæði fjölbreytileika og flæði. Við hjólum fram hjá afskekktum þorpum og endalausum ökrum, hittum lamadýr á hverju horni og kynnumst lífsháttum innfæddra. Svæðið býr þar að auki yfir magnaðri menningarsögu og stórfenglegri fjallasýn Andes-fjalla. Hjólaðar verða þjóðleiðir í hinum heilaga dal „The Sacred Valley“ sem staðsettur er í rúmlega 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli fyrir ofan borgina „Cusco“ í samnefndu héraði.
Hvílum hjólin í einn dag í miðri ferð og heimsækjum hinar frægu rústir „Machu Picchu“ borgar og drekkum um leið í okkur aldagamla menningu Inkana.
- D1 - 07 nóv.
- FLUG FRÁ ÍSLANDI
- Brottför seinnipart dags frá Íslandi til New York. Þaðan flogið til Lima með næturflugi í gegn um El Dorado í Kólumbíu. Flogið síðan áfram morguninn eftir til Cusco.
- D2 - 08 nóv.
- KOMIÐ TIL CUSCO
- Áætlaður komutími til Cusco rétt um hádegisbilið. Móttökur á Alejandro Velasco Astete alþjóðaflugvellinum í Cusco (3.500 m.) og transfer beint á gistinguna okkar í hinu heillandi San Blas hverfi í Cusco. Síðbúinn hádegisverður með leiðsögumönnum okkar þar sem farið verður yfir planið á ferðinni. Eftir að hafa sett saman hjólin okkar eða fengið afhent leigu hjólin geta þeir sem treysta sér til farið í tvo stutta hjólatúra með skutli. Aðrir skoðað sig um í Cusco fram að kvöldmat. Reynum við að hvílast sem best fyrstu nóttina í þunnu fjallaloftinu eftir langa flugferð hálfa leið yfir hnöttinn.
HUAYLLARCOCHA (7 km | 10% flatt | 90% downhill)
SALKANTAY PUEBLO (10 km | 10% klifur | 20% flatt | 70% downhill)
- Gist í Cusco
HUAYLLARCOCHA (7 km | 10% flatt | 90% downhill)
SALKANTAY PUEBLO (10 km | 10% klifur | 20% flatt | 70% downhill)
- D3 - 09 nóv.
- FYRSTI HJÓLADAGUR
- Þennan dag hjólum nokkrar af vinsælustu leiðunum í bakgarði Cusco sem liggja upp í hæðirnar í kring frá miðbænum (Brujo, Yuncaypata og Broggy). Þetta eru frábærar línur sem hafa verið aðlagaðar fyrir fjallahjól, fullar af skemmtilegum droppum og beygjum.
BRUJO DH (13 km | 5% klifur | 95% downhill)
YUNCAYPATA (9 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill)
BROGGY (5 km | 10% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
- Gist í Cusco
BRUJO DH (13 km | 5% klifur | 95% downhill)
YUNCAYPATA (9 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill)
BROGGY (5 km | 10% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
- D4 - 10 nóv.
- HUCHUY QOSQO
- Byrjum daginn á epísku ca. 1.5 klukkustunda klifri úr 3.800 metra hæð í 4.300 metra. Þegar við komum á toppinn tekur á móti okkur magnað útsýni til allra átta yfir Andesfjöllin. Eftir góða hvíld og nestispásu á toppnum, hjólum við niður Inka Trail í átt að Sacred Valley. Þessi gamli stígur býður uppá hratt flæði á þéttum jarðvegi. Við stöldrum nokkrum sinnum við á leiðinni niður til þess að njóta útsýnisins áður en komið er að rústum Huchuy Qosqo Inca virkisins. Hádegisnestið maulað áður en haldið er áfram niður nokkuð tæknilegan stíg í átt að bænum Calca. Dagurinn endar svo í stuttu klifri til þess að komast á næturstaðinn okkar í 2.800 metra hæð.
CUSCO - HUCHUY QOSQO - CALCA (35 km | 30% klifur | 30% flatt | 40% downhill)
- Gist í Sacred Valley
CUSCO - HUCHUY QOSQO - CALCA (35 km | 30% klifur | 30% flatt | 40% downhill)
- D5 - 11 nóv.
- ENDURO DAGUR
- Þeir sem að hafa hjólað leiðirnar í kring um Sacred Valley vilja meina að þær séu ógleymanlegar. Þetta eru leiðirnar sem þú munt ávallt bera saman við allt sem þú hjólar í framtíðinni og sem munu sniglast inn í drauma þína og hvísla dauft, „hvenær kemur þú aftur?“ Leiðir dagsins eru tveir rússíbanar með hreinum, þröngum línum í gegnum þykkt skóglendi og landbúnaðarhérað þar sem aðallega er ræktað kaffi, kakó, te og fleira. Tvistur sem vekur upp stjórnlaust gleði í hjarta allra fjallahjóla!
LARES (12 km | 5% klifur | 5% flatt | 90% downhill)
AMPARAES - LARES (24 km | 20% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
- Gist í Sacred Valley
LARES (12 km | 5% klifur | 5% flatt | 90% downhill)
AMPARAES - LARES (24 km | 20% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
- D6 - 12 nóv.
- MACHU PICCHU
- Við tökum lest frá Sacred Valley og síðan rútu áfram til Machu Picchu. Það er talin stórkostleg upplifun að heimsækja þessar vel varðveittu rústir hinnar fornu Inkaborgar, sem er eitt af sjö undrum veraldar. Við fáum leiðsögn til að byrja með en síðan nægan tíma til þess að rölta um sjálf á okkar eigin hraða og vilja. Borðum hádegisverð í hinu sjarmerandi þorpi, Aguas Calientes sem byggðist upp eftir 1930. Þaðan förum við í lest aftur niður á gistiheimilið okkar í Sacred Valley
Gist í Sacred Valley
Gist í Sacred Valley
- D7 - 13 nóv.
- SACRED VALLEY EPIC
- Við byrjum daginn á skutli upp í fjöllin og hjólum niður þrjár af vinsælustu og frægustu „downhill/enduro“ leiðunum í Sacred Valley. Vídeóin hér fyrir neðan lýsa þeim mjög vel. Byrjum að hjóla í 4.300 - 3.900 metra hæð og endum í 2.800 metrum. Magnaðar leiðir um mjóa fjallshryggi, skógivaxin klettabelti og mjúkar, söndugar hlíðar.
PEROLNIYOC - NAUPI IGLESIA (11 km | 20% klifur | 80% downhill)
-
MEGA AVALANCHE (13 km | 10% flatt | 90% downhill)
- OTHER SIDE (12 km | 100% downhill)
Gist í Sacred Valley
PEROLNIYOC - NAUPI IGLESIA (11 km | 20% klifur | 80% downhill)
MEGA AVALANCHE (13 km | 10% flatt | 90% downhill)
Gist í Sacred Valley
- D8 - 14 nóv.
- DOWNHILL DAGUR
- Þessi dagur er helgaður sumum af frægustu „downhill“ leiðum í Perú og hafa verið notaðar í alþjóðlegum fjallahjóla keppnum. Þær eru tæknilegar, langar, líkamlega krefjandi með óteljandi beygjum og sveigjum á þröngum slóðum en hrikalega skemmtilegar. Algjörlega 5 stjörnu hjóladagur!
LA MAXIMA (15 km | 5% klifur | 10% flatt | 85% downhill)
RACCHY DH (7 km | 100% downhill)
-
CHINCHERO DH (9 km | 100% downhill)
Gist í Sacred Valley
LA MAXIMA (15 km | 5% klifur | 10% flatt | 85% downhill)
RACCHY DH (7 km | 100% downhill)
Gist í Sacred Valley
- D9 - 15 nóv.
- MARAS & MORAY
- Síðasta daginn hjólum við tvær leiðir sem eiga það sameiginlegt að vera lausar í sér, þurrar en mjög „flowy“. Þær eru hin fullkomna blanda af flæði, tækni, menningu og stórkostlegu landslagi. Keyrum til Cusco í lok dags og njótum lífsins síðasta kvöldið okkar í Perú.
MARAS & MORAY (15 km | 20% klifur | 10% flatt | 70% downhill)
-
MISMINAY ENDURO (13 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill)
Gist í Cusco
MARAS & MORAY (15 km | 20% klifur | 10% flatt | 70% downhill)
Gist í Cusco
- D10 - 16 & 17 nóv.
- FLUG TIL ÍSLANDS
- Frjáls morgun í Cusco. Transfer á flugvöllinn fljótlega eftir hádegi og flug til Íslands í gegnum Lima, El Dorado og New York. Lent í Keflavík rétt fyrir miðnætti daginn eftir.
- DAGSETNINGAR
- 07 - 17 nóvember 2024
- VERÐ
- 320.000 ISK
- HÓPUR
- 8 - 10 manns
- INNIFALIÐ
- Transfer frá og til Alejandro Velasco Asteteflugvallar í Cusco
- Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
- Gisting í uppbúnum rúmum með baðherbergi í 3 nætur á Boutique Royal Inka í Cusco og í 5 nætur á Casa Aida í Sacred Valley.
- Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku á hverja 3 hjólara
- Íslenskur leiðsögumaður
- Drykkjarvatn, snakk og ávextir að vild
- Lest, rúta, aðgangseyrir og leiðsögn til Machu Picchu á degi 6
- 8 morgunverðir, 7 hádegisverðir og 1 kvöldverður
- Viðgerðastandur og verkfæri
- Nauðsynlegustu “first aid” græjur, satelit sími og talstöðvar
- EKKI INNIFALIÐ
- Flug fram og til baka Keflavík - Cusco
- Nauðsynlegar ferðatryggingar
- Hádegisverðir fyrsta og síðasta daginn í Cusco
- Allir kvöldverðir að undanskildum þeim fyrsta við komuna til Cusco
- Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
- Fjallahjól
- Allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
- LEIGUHJÓLIN
- Við mælum með að leigja full-suspension fjallahjól á 350 USD fyrir alla ferðina. Þeir leggja mikinn metnað í leiguhjólin sem eru til dæmis af gerðinni Pivot, Santa Cruz og fl.
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- INNIFALIÐ
- Transfer frá og til Alejandro Velasco Asteteflugvallar í Cusco
- Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
- Gisting í uppbúnum rúmum með baðherbergi í 3 nætur á Boutique Royal Inka í Cusco og í 5 nætur á Casa Aida í Sacred Valley.
- Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku á hverja 3 hjólara
- Íslenskur leiðsögumaður
- Drykkjarvatn, snakk og ávextir að vild
- Lest, rúta, aðgangseyrir og leiðsögn til Machu Picchu á degi 6
- 8 morgunverðir, 7 hádegisverðir og 1 kvöldverður
- Viðgerðastandur og verkfæri
- Nauðsynlegustu “first aid” græjur, satelit sími og talstöðvar
- EKKI INNIFALIÐ
- Flug fram og til baka Keflavík - Cusco
- Nauðsynlegar ferðatryggingar
- Hádegisverðir fyrsta og síðasta daginn í Cusco
- Allir kvöldverðir að undanskildum þeim fyrsta við komuna til Cusco
- Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
- Fjallahjól
- Allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
- LEIGUHJÓLIN
- Við mælum með að leigja full-suspension fjallahjól á 350 USD fyrir alla ferðina. Þeir leggja mikinn metnað í leiguhjólin sem eru til dæmis af gerðinni Pivot, Santa Cruz og fl.
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is