PERÚ: FJALLAHJÓLAFERÐ 2024

 


ANDESFJÖLLIN; TOPPURINN Á TILVERUNNI!

Cusco héraðið í Perú hefur lengi verið þekkt fyrir bestu fjallahjólaleiðir í heimi! Í þessari ferð er boðið uppá 6 daga af masterpís hjólaleiðum, sem að eru frægar fyrir bæði fjölbreytileika og flæði. Við hjólum fram hjá afskekktum þorpum og endalausum ökrum, hittum lamadýr á hverju horni og kynnumst lífsháttum innfæddra. Svæðið býr þar að auki yfir magnaðri menningarsögu og stórfenglegri fjallasýn Andes-fjalla. Hjólaðar verða þjóðleiðir í hinum heilaga dal „The Sacred Valley“ sem staðsettur er í rúmlega 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli fyrir ofan borgina „Cusco“ í samnefndu héraði.

Hvílum hjólin í einn dag í miðri ferð og heimsækjum hinar frægu rústir „Machu Picchu“ borgar og drekkum um leið í okkur aldagamla menningu Inkana.

 

D1 - 07 nóv.
FLUG FRÁ ÍSLANDI
Brottför seinnipart dags frá Íslandi til New York. Þaðan flogið til Lima með næturflugi í gegn um El Dorado í Kólumbíu. Flogið síðan áfram morguninn eftir til Cusco.
D2 - 08 nóv.
KOMIÐ TIL CUSCO
Áætlaður komutími til Cusco rétt um hádegisbilið. Móttökur á Alejandro Velasco Astete alþjóðaflugvellinum í Cusco (3.500 m.) og transfer beint á gistinguna okkar í hinu heillandi San Blas hverfi í Cusco. Síðbúinn hádegisverður með leiðsögumönnum okkar þar sem farið verður yfir planið á ferðinni. Eftir að hafa sett saman hjólin okkar eða fengið afhent leigu hjólin geta þeir sem treysta sér til farið í tvo stutta hjólatúra með skutli. Aðrir skoðað sig um í Cusco fram að kvöldmat. Reynum við að hvílast sem best fyrstu nóttina í þunnu fjallaloftinu eftir langa flugferð hálfa leið yfir hnöttinn.
HUAYLLARCOCHA (7 km | 10% flatt | 90% downhill)
SALKANTAY PUEBLO (10 km | 10% klifur | 20% flatt | 70% downhill)
Gist í Cusco
D3 - 09 nóv.
FYRSTI HJÓLADAGUR
Þennan dag hjólum nokkrar af vinsælustu leiðunum í bakgarði Cusco sem liggja upp í hæðirnar í kring frá miðbænum (Brujo, Yuncaypata og Broggy). Þetta eru frábærar línur sem hafa verið aðlagaðar fyrir fjallahjól, fullar af skemmtilegum droppum og beygjum.
BRUJO DH (13 km | 5% klifur | 95% downhill)
YUNCAYPATA (9 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill)
BROGGY (5 km | 10% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
Gist í Cusco
D4 - 10 nóv.
HUCHUY QOSQO
Byrjum daginn á epísku ca. 1.5 klukkustunda klifri úr 3.800 metra hæð í 4.300 metra. Þegar við komum á toppinn tekur á móti okkur magnað útsýni til allra átta yfir Andesfjöllin. Eftir góða hvíld og nestispásu á toppnum, hjólum við niður Inka Trail í átt að Sacred Valley. Þessi gamli stígur býður uppá hratt flæði á þéttum jarðvegi. Við stöldrum nokkrum sinnum við á leiðinni niður til þess að njóta útsýnisins áður en komið er að rústum Huchuy Qosqo Inca virkisins. Hádegisnestið maulað áður en haldið er áfram niður nokkuð tæknilegan stíg í átt að bænum Calca. Dagurinn endar svo í stuttu klifri til þess að komast á næturstaðinn okkar í 2.800 metra hæð.
CUSCO - HUCHUY QOSQO - CALCA (35 km | 30% klifur | 30% flatt | 40% downhill)
Gist í Sacred Valley
D5 - 11 nóv.
ENDURO DAGUR
Þeir sem að hafa hjólað leiðirnar í kring um Sacred Valley vilja meina að þær séu ógleymanlegar. Þetta eru leiðirnar sem þú munt ávallt bera saman við allt sem þú hjólar í framtíðinni og sem munu sniglast inn í drauma þína og hvísla dauft, „hvenær kemur þú aftur?“ Leiðir dagsins eru tveir rússíbanar með hreinum, þröngum línum í gegnum þykkt skóglendi og landbúnaðarhérað þar sem aðallega er ræktað kaffi, kakó, te og fleira. Tvistur sem vekur upp stjórnlaust gleði í hjarta allra fjallahjóla!
LARES (12 km | 5% klifur | 5% flatt | 90% downhill)
AMPARAES - LARES (24 km | 20% klifur | 20% flatt | 80% downhill)
Gist í Sacred Valley
D6 - 12 nóv.
MACHU PICCHU
Við tökum lest frá Sacred Valley og síðan rútu áfram til Machu Picchu. Það er talin stórkostleg upplifun að heimsækja þessar vel varðveittu rústir hinnar fornu Inkaborgar, sem er eitt af sjö undrum veraldar. Við fáum leiðsögn til að byrja með en síðan nægan tíma til þess að rölta um sjálf á okkar eigin hraða og vilja. Borðum hádegisverð í hinu sjarmerandi þorpi, Aguas Calientes sem byggðist upp eftir 1930. Þaðan förum við í lest aftur niður á gistiheimilið okkar í Sacred Valley
Gist í Sacred Valley
D7 - 13 nóv.
SACRED VALLEY EPIC
Við byrjum daginn á skutli upp í fjöllin og hjólum niður þrjár af vinsælustu og frægustu „downhill/enduro“ leiðunum í Sacred Valley. Vídeóin hér fyrir neðan lýsa þeim mjög vel. Byrjum að hjóla í 4.300 - 3.900 metra hæð og endum í 2.800 metrum. Magnaðar leiðir um mjóa fjallshryggi, skógivaxin klettabelti og mjúkar, söndugar hlíðar.
PEROLNIYOC - NAUPI IGLESIA (11 km | 20% klifur | 80% downhill)
MEGA AVALANCHE (13 km | 10% flatt | 90% downhill)
OTHER SIDE (12 km | 100% downhill)
Gist í Sacred Valley
D8 - 14 nóv.
DOWNHILL DAGUR
Þessi dagur er helgaður sumum af frægustu „downhill“ leiðum í Perú og hafa verið notaðar í alþjóðlegum fjallahjóla keppnum. Þær eru tæknilegar, langar, líkamlega krefjandi með óteljandi beygjum og sveigjum á þröngum slóðum en hrikalega skemmtilegar. Algjörlega 5 stjörnu hjóladagur!
LA MAXIMA (15 km | 5% klifur | 10% flatt | 85% downhill)
RACCHY DH (7 km | 100% downhill)
CHINCHERO DH (9 km | 100% downhill)
Gist í Sacred Valley
D9 - 15 nóv.
MARAS & MORAY
Síðasta daginn hjólum við tvær leiðir sem eiga það sameiginlegt að vera lausar í sér, þurrar en mjög „flowy“. Þær eru hin fullkomna blanda af flæði, tækni, menningu og stórkostlegu landslagi. Keyrum til Cusco í lok dags og njótum lífsins síðasta kvöldið okkar í Perú.
MARAS & MORAY (15 km | 20% klifur | 10% flatt | 70% downhill)
MISMINAY ENDURO (13 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill)
Gist í Cusco
D10 - 16 & 17 nóv.
FLUG TIL ÍSLANDS
Frjáls morgun í Cusco. Transfer á flugvöllinn fljótlega eftir hádegi og flug til Íslands í gegnum Lima, El Dorado og New York. Lent í Keflavík rétt fyrir miðnætti daginn eftir.

DAGSETNINGAR
07 - 17 nóvember 2024

VERÐ
320.000 ISK

HÓPUR
8 - 10 manns
INNIFALIÐ
  • Transfer frá og til Alejandro Velasco Asteteflugvallar í Cusco
  • Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
  • Gisting í uppbúnum rúmum með baðherbergi í 3 nætur á Boutique Royal Inka í Cusco og í 5 nætur á Casa Aida í Sacred Valley.
  • Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku á hverja 3 hjólara
  • Íslenskur leiðsögumaður
  • Drykkjarvatn, snakk og ávextir að vild
  • Lest, rúta, aðgangseyrir og leiðsögn til Machu Picchu á degi 6
  • 8 morgunverðir, 7 hádegisverðir og 1 kvöldverður
  • Viðgerðastandur og verkfæri
  • Nauðsynlegustu “first aid” græjur, satelit sími og talstöðvar
EKKI INNIFALIÐ
  • Flug fram og til baka Keflavík - Cusco
  • Nauðsynlegar ferðatryggingar
  • Hádegisverðir fyrsta og síðasta daginn í Cusco
  • Allir kvöldverðir að undanskildum þeim fyrsta við komuna til Cusco
  • Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
  • Fjallahjól
  • Allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
LEIGUHJÓLIN
Við mælum með að leigja full-suspension fjallahjól á 350 USD fyrir alla ferðina. Þeir leggja mikinn metnað í leiguhjólin sem eru til dæmis af gerðinni Pivot, Santa Cruz og fl.
SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

HUGMYND AÐ FLUGI
Eftirfarandi flugleið er líklega ein sú ódýrasta og er frekar þægileg þar sem hvergi þarf að stoppa og gista á hóteli yfir nótt. Það er líka hægt að fljúga beint frá New York til Lima, án viðkomu í Kolumbíu, en það er talsvert dýrara.

FI615 07 NOV KEF JFK 17:00 - 18:10
AV245 07 NOV JFK BOG 23:15 - 05:10 +1
AV049 08 NOV BOG LIM 06:50 - 09:55
LA2019 08 NOV LIM CUZ 11:30 - 12:50

LA2321 16 NOV CUZ LIM 14:55 - 16:25
AV052 16 NOV LIM BOG 18:35 - 21:55
AV020 16 NOV BOG JFK 22:55 - 04:55+1
FI612 17 NOV JFK KEF 12:00 - 22:50

Áætlað verð er um 150.000 kr.

STAÐFEST FLUG
Við getum tekið frá sæti hjá hópadeild FLUGLEIÐA en flugin með Avianca og Latam þarf að bóka beint á netinu.

TRÚSS
Bara léttir bakpokar yfir daginn. Fáum skutl með farþega og hjól upp í fjöllin alla daga.

MATUR
Allur morgunmatur er innifalinn á hótelunum.
Allt hádegisnesti er innifalið og er annað hvort nesti eða stopp á veitingastað.
Kvöldmatur er aðeins innifalinn fyrsta kvöldið. Önnur kvöld borðum við á lókal veitingastöðum, vel völdum af heimamönnum.

GISTING
Við gistum allan tímann á sama stað í Sacred Valley, sem er einstakur kostur sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

Hotel Boutique Royal Inka í Cusco er lítið hóteli, frábærlega vel staðsett í hjarta bæjarins.
Casa Aida í Sacred Valley er hótel í heimilislegu umhverfi þar sem avócadó og appelsínur vaxa á trjánum fyrir framan herbergisgluggann þinn.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir vana fjallahjólara sem hjóla reglulega og eru vel á sig komnir líkamlega. Leiðirnar eru mjög tæknilegar og þörf á því að hafa fullkomna stjórn á hraða-og bremsutækni. Best er að skoða Youtube myndböndin í leiðarlýsingunni til þes að sjá hvernig leiðirnar líta út.

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu „single track“ leiðir í heiminum.

HITASTIG Í NÓVEMBER
Hitinn í byrjun nóvember getur farið allt uppí 21°C og niður í 7°C, meðalhiti sem sagt 14°C. Ekki mikil hætta á að lenda í hitabylgju en það er alltaf mögulegt að það rigni á okkur einhverja daga.
TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með tryggingu sem örugglega virkar. Ferðatryggingar eru venjulega innifaldar í kreditkortum eða heimilistrygginunum en það er gott að athuga nákvæmlega hvort þínar tryggingar virka fyrir fjallahjólaferðir. Ef að þú vilt fá þér auka tryggingu þá mælum við með WORLD NOMADE sem sérhæfa sig í tryggingum fyrir ævintýraferðir.

ROBERT PACHECO
The happiest dad in the world with 2 children (Almendra and Alejandro). Native of Cusco - Peru and original founder of Peru Biking. Lover of adventure sports and nature. Studied Tourism & Hospitality - Administration & Marketing, specializing in adventure tourism and high mountain. He dedicated many years of his life exploring by bicycle the best trails and places Peru has to offer. Currently Robert is in charge of the organization and logistics of the different types of mountain biking tours and high mountain biking expeditions. Robert is a lover of mountain biking in the modalities of Cross Country, Enduro and Downhill. And so to always have many alternatives of trails of all kinds, for all mountain biking lovers looking to come to Peru to enjoy a unique experience in the world.
Instagram: Peru Biking

ROSA LIBERTAD
My name is Rosa Libertad Cruz! I am a woman, vegetarian, animal lover and mountain bike lover. I studied Human Medicine, but I have always leaned towards adventure sports, especially mountain biking in Enduro and Downhill modalities. For this reason I changed my life from a Doctor to the life of a Mountain Biker. I am currently the National Champion in the Enduro and Downhill modalities. And I also work as a mountain guide in Peru Biking. I like to show the world that women can ride a bicycle and make many impossible things possible. I know the best bicycle destinations in my country and I feel very proud to show the best of my country to other visitors, its customs and my experience on 2 wheels.
Instagram: rosa_libertad

VICTOR JUAREZ FERNANDEZ BACA
Hello, I am Víctor, I was born in Cusco and it must be because I grew up surrounded by mountains that I have always respected and admired, I am a lover of nature and outdoor activities (mainly MTB and trekking). I am also a dedicated and promoter of the conservation of natural spaces, having collaborated with conservation and tourism projects in some protected natural areas of Peru. I have been riding a bike since I was 5 years old and since then I have developed an enormous affection for this discipline, which has led me to meet extraordinary places and people, which otherwise would have been very difficult. For me it is important to show people the great natural value and cultural interactions during their bike tours in Cusco. See you on the hill brothers and sisters!
Instagram: perryglodita

BÓKA FERÐ
Sendið okkur fyrirspurn á info@bikecompany.is

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ
PERU TRAVEL

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

Hér er linkur á "Peru Travel" þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um land og þjóð.
FJALLAHJÓLAÐ Í PERÚ
YOUTUBE VÍDEÓ

FJALLAHJÓLAÐ Í PERÚ

Það er mikið til af youtube myndböndum af svæðinu. Hér er eitt frá skipuleggjendunum okkar hjá Bike Perú sem gefur góða mynd af því sem koma skal.
MYNDAALBÚMIÐ
LJÓSMYNDIR

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir frá vinum okkar hjá Bike Perú.
TOP