PERÚ: FJALLAHJÓLAFERÐ

 


ANDESFJÖLLIN; TOPPURINN Á TILVERUNNI!

Heilir 6 dagar af masterpís hjólaleiðum, frægum fyrir bæði fjölbreytileika og flæði. Svæðið býr þar að auki yfir magnaðri menningarsögu og ólýsanlegri fjallafegurð. Hjólaðar verða þjóðleiðir í hinum heilaga dal “The Sacred Valley” sem staðsettur er í rúmlega 4,000 metra hæð yfir sjávarmáli fyrir ofan borgina Cusco í samnefndu héraði. Í seinni hluta ferðarinnar færum við okkur niður á frumskógarsvæðið og hjólum í styttri leiðum þar sem við fáum skutl í upphafspunkt.
Hjólaferð með menningarlegu ívafi þar sem leiðirnar liggja í gegnum afskekkt þorp og endalausum ökrum, hittum lamadýr á hverju horni og kynnumst náið lífsháttum innfæddra.

DAGUR 1
FLUG FRÁ ÍSLANDI
Brottför frá Íslandi seinnipartinn til New York. Þaðan er flogið með næturflugi til Lima.
DAGUR 2
KOMIÐ TIL CUSCO
Lent snemma morguns í Lima og fljúgum þaðan áfram til Cusco. Móttökur á Alejandro Velasco Astete alþjóðaflugvellinum í Cusco og transfer beint á gistinguna okkar í hinu heillandi San Blas hverfi í Cusco. Fáum okkur góðan bröns, setjum saman hjólin og hittum leiðsögumennina okkar. Reynum að hvílast sem best fyrstu nóttina í þunnu fjallaloftinu eftir langa flugferð hálfa leið yfir hnöttinn.
DAGUR 3
FYRSTI HJÓLADAGURINN
Við tökum því rólega á fyrsta hjóladeginum og hjólum nokkrar af vinsælum leiðum í bakgarði Cusco sem liggja upp í hæðirnar í kring frá miðbænum (Huayllarcocha, Yuncaypata, Santa Maria, Corao Bosque Encantado). Þetta eru í flestum tilfellum stuttar línur sem hafa verið byggðar upp með fjallahjól í huga, fullar af skemmtilegum droppum og beygjum. Dagurinn endar á því að hjóla beint niður á gistiheimilið okkar eða á torginu “La Plaza de Armas” í miðbæ Cusco.
DAGUR 4
EL BRUJO & EL PASTOR
Við byrjum daginn á skutli upp í fjöllin og hjólum niður tvær af vinsælustu og frægustu downhill/enduro leiðum Cusco sem byrja í 4,200 metra hæð. Hádegismatur í Cusco áður en haldið er af stað í 3ja klukkustunda transfer til Pacchanta, staðsettum við rætur Ausangate jökul. Hann er rómaður fyrir einstaka fegurð og var í guðatölu hjá hinni fornu þjóð Incum. Þar komum við okkur fyrir í sjarmerandi heimagistingu.
BRUJO: 15 km | 5% klifur | 10% flatt | 85% downhill
PASTOR: 12 km | 2% klifur | 5% flatt | 93% downhill 

DAGUR 5
AUSANGATE JÖKULL
Byrjum daginn á epísku klifri frá Pacchanta í 4.200 metra hæð upp í Qampa pass sem er í 5.000 m hæð. Þegar við komum á toppinn tekur á móti okkur magnað útsýni til allra átta yfir Andesfjöllin. Þeir sem að hafa hjólað leiðirnar í Qampa skarðinu (5.000 m) vilja meina að þær séu ógleymanlegar. Þetta eru leiðirnar sem þú munt ávallt bera saman við allt sem þú hjólar í framtíðinni og sem munu sniglast inn í drauma þína og hvísla dauft, „hvenær kemur þú aftur?“ Endum daginn á baði í heitri náttúrulaug. Gist á sama stað og nóttina áður.
AUSANGATE: 24 km | 40% klifur | 10% flatt | 50% downhill
DAGUR 6
SACRED VALLEY
Við byrjum daginn með skutli yfir “Lares Pass” skarðið sem liggur í 4.500 metra hæð. Þaðan hjólum við Lares Enduro sleiðina sem er ein sú frægasta og vinsælasta í heimi fjallahjólara. Hún rennur ljúft niður á móti alveg niður í 2.800 metra, er fjölbreytt og liggur í gegnum gljúfur, gil, klettagöng, afskekkt þorp og gamlar Inka rústir. Eftir hádegismat fáum við annað skutl upp og endum ferðina á annarri línu niður dalinn sem kallast Lamay Enduro, tvíburabróðir Lares. Gist á hótel Qasana staðsettu í Sacred Valley.
LARES: 15 km | 5% klifur | 10% flatt | 85% downhill
LAMAY: 13 km | 2% klifur | 8% flatt | 90 % downhill
DAGUR 7
MACHU PICCHU
Mögulegt að taka lest frá Ollantaytambo og síða rútu áfram til Machu Picchu. Það er talin stórkostleg upplifun að heimsækja þessar vel varðveittu rústir hinnar fornu Inkaborgar, sem er eitt af sjö undrum veraldar. Við fáum leiðsögn til að byrja með en síðan nægan tíma til þess að rölta um sjálf á okkar eigin hraða og vilja. Ef að þú vilt frekar hvíla þig þennan dag þá er það líka mögulegt. Athugið að kostnaðurinn er aukalega 435 USD á mann sem greitt er á staðnum.
DAGUR 8
QUISHUARANI PASS
Dagurinn byrjar á 2 klst skutli til Quishuarani Town í 4.100 metrum. Þar sem við byrjum á því að klifra upp þægilegar brekkur í Quishuarani Pass sem er í 5.000 metra hæð. Magnaðar leiðir um mjóa fjallshryggi, skógivaxin klettabelti og mjúkar sandhlíðar umkringdar stórkostlegu útsýni yfir hinn helga dal Inkanna, Sacred Valley. Við endum daginn á síðbúnum hádegisverði í þorpinu Huaran Town. Gistum aftur á hótel Qasana.
QUISHUARANI PASS: 23 km | 10% klifur | 10% flatt | 80% downhill
DAGUR 9
SACRED VALLEY
Við hjólum niður þrjár tiltölulega tæknilegum leiðum og fáum skutl upp á fjall fyrir hverja og eina. Hér er samankomin hin fullkomna blanda af flæði, tækni og stórkostlegu landslagi. Tríó sem vekur upp stjórnlaust gleði í hjarta allra fjallahjólara! Endum daginn í bjórsmökkun í „Moray“ lókal brugghúsi í heilögum dal Inkana. Um 2.5 klst keyrsla niður að frumskógarsvæðinu Quillabamba Town í 1.000 metrum þar sem við tekur slökun í hótelsundlauginni á hótel Quillabamba.
LA MAXIMA: 20 km enduro leið sem byrjar í 4.500 metrum og endar í 2.800 metrum.
RACCHY DH: 10 km downhill leið sem byrjar í 3.500 metrum og endar í 2.700 metrum.
MORAY & MISMINAY ENDURO: 118 km af tæknilegri enduro leið sem byrjar í 3.500 metrum og endar í 2.600 metrum.
DAGUR 10
QUILLABAMBA
Leiðir dagsins eru tveir rússibanar með hreinum, þröngum línum í gegnum þykkt skóglendi og landbúnaðarhérað þar sem aðallega er ræktað kaffi, kakó, te og fleira. Hjólum hvora leið tvisvar sinnum, sem eru tiltölulega stuttar, um 7 km hvor fyrir sig. Þær eru þó líkamlega krefjandi með óteljandi beygjum og sveigjum á þröngrum slóðum. Gistum aðra nótt á hótel Quillabamba.
SANTA BARBARA: 7 km | 100% downhill
LLAQTAPATA: 7 km | 100 % downhill
DAGUR 11
QUILLABAMBA
Síðasti hjóladagurinn okkar er blanda af þremur epískum “single track” leiðum sem enda í miðbæ Quillabamba. Algjörlega 5 stjörnu hjóladagur! Keyrum til Cusco í lok dags og njótum lífsins síðasta kvöldið okkar í Perú. Gist á hótel Mamasara í Cusco.
ARANJUEZ: 7 km | 100% downhill
POTREROS: 5 km | 100 % downhill
SARAHUASI: 7 km | 100 % downhill
DAGUR 12
FLUG FRÁ PERÚ TIL ÍSLANDS
Transfer á flugvöllinn á Cusco og flug til Íslands í gegnum USA. Lent í Keflavík snemma morguns daginn eftir.

2023
12 dagar í apríl 2023

HÓPASTÆRÐ
8 - 10 manns


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

Í vinnslu

VERÐ
Í vinnslu

STAÐFESTINGARGJALD
25% af heildar upphæð ferðarinnar
INNIFALIÐ
  • Transfer frá og til Alejandro Velasco Asteteflugvallar í Cusco
  • Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
  • Gistingar eins og kemur fram í leiðarlýsingu í Cusco, Sacred Valley, Quillabamba and Ausangate
  • Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku á hverja 3 hjólara
  • Íslenskur leiðsögumaður
  • Drykkjarvatn, snakk og ávextir að vild
  • 9 morgunverðir, 8 hádegisverðir og 3 kvöldverðir
  • Viðgerðastandur og verkfæri
  • Nauðsynlegustu “first aid” græjur, satelit sími og talstöðvar
EKKI INNIFALIÐ
  • Flug frá Íslandi til Cusco
  • Nauðsynlegar ferðatryggingar
  • Heimsókn til Machu Picchu á degi 7 (435USD)
  • 1 hádegisverður og 7 kvöldverðir
  • Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)

TRÚSS
Bara léttir bakpokar yfir daginn. Fáum skutl með farþega og hjól uppí fjöllin alla daga.

MATUR
Allur morgunmatur er innifalinn á gistiheimilunum.
Allt hádegisnesti er innifalið fyrir utan frídaginn á degi 6
Kvöldmatur er aðeins innifalinn þrjú kvöld. Önnur kvöld borðum á lókal veitingastöðum, vel völdum af heimamönnum.

GISTING
Nánari upplýsingar síðar

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir vana fjallahjólara sem hjóla reglulega og eru vel á sig komnir líkamlega. Leiðirnar eru mjög tæknilegar og þörf á því að hafa fullkomna stjórn á hraða-og bremsutækni. Best er að skoða Youtube myndböndin í leiðarlýsingunni til þes að sjá hvernig leiðirnar líta út.

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu “single track” leiðir í heiminum.

HITASTIG Í OKTÓBER OG NÓVEMBER
Hitinn í byrjun september getur farið allt uppí 28°C og niður í 14°C, meðalhiti sem sagt 21°C. Ef við lendum í hitabylgju þá er farið fyrr af stað á morgnana og tekinn góð pása yfir heitasta tíma dagsins.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með tryggingu sem örugglega virkar. Ferðatryggingar eru venjulega innifaldar í kreditkortum eða heimilistrygginunum en það er gott að athuga nákvæmlega hvort þínar tryggingar virka fyrir fjallahjólaferðir. Ef að þú vilt fá þér auka tryggingu þá mælum við með WORLD NOMADE sem sérhæfa sig í tryggingum fyrir ævintýraferðir.

BÓKA FERÐ
Sendið okkur fyrirspurn á info@bikecompany.is

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ
PERU TRAVEL

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

Hér er linkur á "Peru Travel" þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um land og þjóð.
FJALLAHJÓLAÐ Í PERÚ
YOUTUBE VÍDEÓ

FJALLAHJÓLAÐ Í PERÚ

Það er mikið til af youtube myndböndum af svæðinu. Hér er eitt frá skipuleggjendunum okkar hjá Bike Perú sem gefur góða mynd af því sem koma skal.
MYNDAALBÚMIÐ
LJÓSMYNDIR

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir frá vinum okkar hjá Bike Perú.
TOP