PORTÚGALSKA PARADÍSIN 2024

Portúgal -Bike Company

Hér er í boði einstök hjólaferð til Portúgal með smá surf tvisti. Heimili okkar í þessari ferð er bærinn Sintra, staðsettur við strönd Atlantshafsins í innan við klukkutíma akstri frá Lissabon. Bærinn eins og hann leggur sig fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1995 fyrir menningarlegt og sögulegt gildi sem spannar yfir 2000 ár, eða allt frá tímum rómverska keisaradæmisins.
Hjólaðar verða fjölbreyttar, flæðandi leiðir í 5 daga, sem liggja í gegnum skógivaxnar hlíðar og falleg fjallaþorp, meðfram magnaðri strandlengjunni og fornum byggingar listarverkum. Einn frídagur er í boði þar sem valið liggur á milli þess að læra að surfa, fara í strandblak og sólbað eða skoða einhver af hinum margrómuðu menningar verðmætum staðarins sem meðal annars innihalda höll frá miðöldum.

Þetta er frábær ferð með sterka áherslu á að hjóla mikið en gefa sér jafnfram góðan tíma í upplifanir og önnur ævintýri!


DAGUR 1
FLUG ÍSLAND - PORTÚGAL

Brottför frá Íslandi seinnipartinn með beinu flugi til Lissabon. Við lendum Kl. 19:55 og keyrum beint til Sintra þar sem bíður okkar dásemdar kvöldverður.
DAGUR 2
FYRSTI HJÓLADAGURINN

Eftir kjarngóðan morgunmat og stuttan fund með leiðsögumönnum, eru hjólin sett saman og/eða leiguhjólin sótt. Svæðið er morandi af mögnuðum hjólaleiðum. Fyrsti dagurinn fer í stuttan túr á frábærum "flowy" skógarstígum sem verður fullkomin upphitun, fyrir það sem koma skal í vikunni.
DAGAR 3 og 4
HJÓLAÐ Í NÁGRENNI SINTRA

Við byrjum dagana á skutli upp í fjöllin og hjólum niður nokkrar af vinsælustu leiðum svæðisins sem liggja um skógarvaxnar hlíðar og gyllta strandlengjuna. Leiðir okkar liggja líka í gegn um afskekkt þorp þar sem við minglum okkur saman við heimamenn og drekkum í okkur portúgalska menningu. Endum mögulega túrinn á því að hjóla beint á ströndina.
DAGUR 5
SURF & STRÖND

Þennan dag hvílum við hjólin og veljum á milli þess að taka surf námskeið (ef aðstæður leyfa), fara í strandblak og sólbað eða skoða okkur um á svæðinu. Af nægju er að taka.
DAGUR 6
KVEÐJUM SINTRA

Við hjólum niður nokkrar leiðir sem við höfum mögulega hjólað áður í vikunni og eru í uppáhaldi fyrir hina fullkomnu blöndu af flæði, tækni og stórkostlegu landslagi. Tríó sem vekur upp stjórnlausa gleði í hjarta allra fjallahjólara!
DAGUR 7
MONSANTO FOREST PARK

Frjáls tími fram að hádegi og síðan keyrt til Lissabon. Tékkað inná hótelið áður en við höldum af stað í síðasta hjólatúrinn í Monsanto skóginum sem liggur við bæjarmörkin (eins konar Öskjuhlíð Lissabonar). Fullt af frábærum leiðum, blandaðar rótarköflum, mjúkum moldarstígum og léttum droppum. Fullkominn endir á frábærum túr. Ef að þú vilt sleppa því að hjóla þennan dag, þá er það líka mögulegt. Erum komin nægilega snemma aftur á hótelið til þess að sjæna okkur fyrir kvöldverðinn, sem verður á einhverjum góðum stað í hjarta miðbæjarins.
DAGUR 8
DAGUR Í LISSABON OG FLUG PORTÚGAL - ÍSLAND

Frjáls dagur í Lissabon. Transfer á flugvöllinn og beint flug til Íslands. Lent í Keflavík rétt eftir miðætti.

DAGSETNINGAR
04 - 11 octóber 2024

VERÐ
289.000 ISK (25% staðfestingargjald)

HÓPUR
8 - 14 manns

INNIFALIÐ
 • Flug frá og til Keflavík - Lissabon
 • Transfer frá og til Humberto Delgado Airport í Lissabon
 • Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
 • Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku
 • Íslenskur leiðsögumaður
 • Drykkjarvatn að vild
 • Allur morgunmatur
 • 6 nætur á gistiheimili í Sintra
 • 1 nótt á hóteli í miðborg Lissabon
 • Viðgerðastandur og verkfæri
 • Nauðsynlegustu “first aid” græjur
EKKI INNIFALIÐ
 • Nauðsynlegar ferðatryggingar
 • Allir hádegis- og kvöldverðir
 • Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
 • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
LEIGUHJÓLIN
Full-suspension fjallahjóli kostar 7.500 ISK (50 €) á dag og full-suspension rafmagnshjól kostar 8.800 ISK (60 €) á dag.
SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

BEINT FLUG MEÐ PLAY
29 APR 2024 KEF - LIS 15:10 - 20:40
06 MAÍ 2024 LIS - KEF 21:40 - 01:05+1

04 OKT 2024 KEF - LIS 14:50 - 20:20
11 OKT 2024 LIS - KEF 21:20 - 00:45


STAÐFEST FLUG
Við erum með frátekin sæti hjá hópadeild PLAY fyrir þessar ferð.

TRÚSS
Bara léttir bakpokar yfir daginn. Fáum skutl með farþega og hjól upp í fjöllin alla daga.

MATUR
Allur morgunmatur er innifalinn.
Við verðum annað hvort með ljúffengt nesti í bakpokanum eða stoppum á einhverju lokal veitingahúsi sem verður á vegi okkar þann daginn.
Kvöldmatur á lókal veitingastöðum í Sintra og Lissabon, vel völdum af heimamönnum.

GISTING
6 nætur í Sintra í nýjum íbúðum sem hafa ekki enn sett upp heimasíðu og heita NOTABLE TRENDY FLATS
1 nótt í Lissabon á frábærlega vel staðsettu hóteli í hjarta gamla miðbæjarins. SOLAR DOS POETAS

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir alla fjallahjólara eru vel á sig komnir líkamlega. Leiðirnar eru ekki mjög tæknilegar en þó er þörf á því að hafa fullkomna stjórn á hraða-og bremsutækni. Dagleiðir eru frá 20 til 30 km á dag sem eru um 5-6 klst. á dag með hádegispásunni. Leggjum í hann um 10 leitið og erum komin í hús um 4 leitið.

STÍGAR OG LEIÐIR
Að lang mestu leiti frábærar “single track” leiðir í bland við moldar- og malarvegi.

HITASTIG
Hitastigið í apríl/maí og í október getur farið allt uppí 25°C og niður fyrir 10°C, meðalhiti sem sagt um 15°C. Fullkomið hitastigi fyrir hjólatúr. Ef það verður einn dagur sérstaklega heitur, þá nýtum við hann til þess að fara á ströndina og jafnvel fara í surf kennslu fyrir þá sem hafa áhuga.
TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með tryggingu sem virkar vel. Ferðatryggingar eru venjulega innifaldar í kreditkortum eða heimilistrygginunum og gott er að athuga nákvæmlega hvort þínar tryggingar virka fyrir fjallahjólaferðir. Ef að þú vilt fá þér auka tryggingu þá mælum við með WORLD NOMADE sem sérhæfa sig í tryggingum fyrir ævintýraferðir.

BÓKA FERÐ
Sendið okkur fyrirspurn á info@bikecompany.is

Portúgal - Bike Company
ALLT UM SINTRA

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

Hér er linkur á "Sintra - Portugal guide" þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um svæðið.
Portúgal - Bike Company
VIMEO VÍDEÓ

FJALLAHJÓLAÐ Í PORTÚGAL

Það er mikið til af youtube myndböndum af svæðinu. Hér er eitt frá skipuleggjendunum okkar hjá WeRide í Portúgal sem gefur góða mynd af því sem koma skal.
Portúgal -Bike Company
LJÓSMYNDIR

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir frá vinum okkar hjá WeRide í Portúgal.
TOP