BRITISH COLUMBIA: FJALLAHJÓLAFERÐ


HEIMSKLASSA HJÓLALEIÐIR Á PRÓGRAMMINU

British Columbia svæðið í Kanada liggur með vestur- og suðurströnd að kyrrahafinu, fylkið Alberta liggur við austur hlutann og skipta svæðin hinum fræga Rocky Mountain fjallgarði á milli sín. Yukon Territory og Northwest Territories liggja við norður hlutann.
Mikið er um villta náttúru, ótrúlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf og andstæðurnar eru miklar hvað varðar landslag og veðurfar. Veturnir geta verið ótrúlega kaldir og sumrin eru heit og þurr.
Haustin eru frábært tími til þess að stunda fjallahjólreiðar á svæðunum Squamish, Whistler og Pemberton, sem verma ósjaldan toppsætin á listum yfir allra bestu fjallahjólasvæði í heimi!

2021
Í vinnslu

HÓPASTÆRÐ
8 - 10 manns


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

Í vinnslu

VERÐ
Í vinnslu

STAÐFESTINGARGJALD
25% af heildar upphæð ferðarinnar
INNIFALIÐ
 • Transport frá og til flugvelli í Vancouver
 • Lókal hjólaleiðsögumaður í 6 daga
 • Íslenskur hjólaleiðsögumaður í 6 daga
 • Morgunverðir í Squamish og 5 kvöldverðir
 • Allar nauðsynlegar ferðir með hjólara, hjól og farangur
 • Lyftupassar fyrir Whistler í 2 daga
 • 2 nætur á Howe Sound Brewing í Squamish
 • 5 nætur á Aava hótelinu í Whistler
EKKI INNIFALIÐ
 • Flugfarið til og frá Vancouver
 • Morgunverðurí Whistler (x5), hádegisverðir (x8) og kvöldverðir (x2) á degi 4 og degi 7
 • Ferðatryggingar
 • Fjallahjólið og nauðsynlegur búnaður til fjallahjólreiða
 • Gosdrykkir, áfengt bús og persónuleg innkaup

DAGUR 1
BEINT FLUG TIL VANCOUVER
Brottför með Icelandair seinnipartinn. Við verðum sótt á flugvöllin og keyrum í um 1 klukkutima til Squamish þar sem við dveljum næstu tvær næturnar. Hittum Lindsey, lokal hjóla-leiðsögumanninn okkar sem verður með okkur alla vikuna, fáum okkur kvöldverð og setjum saman hjólin fyrir svefninn.
DAGUR 2
SQUAMISH - MEADOW OF THE GRIZZLY & ANGRY MIDGET
Í Squamish er hægt er að finna nánast endalaust af frábærum leiðum. Við leikum okkur hér allan daginn eins og krafturinn og viljinn leyfir. Fyrsta daginn byrjum við á skutli upp á topp til þess að komast í “Meadow of the Grizzly” Hún er blá og er fullkomin upphitun, fyrir það sem koma skal í framhaldinu. Þegar niður er komið þá klifrum við í sircabát 20 mínútna til þess að komast í svarta leið sem ber nafnið “Angry Midget” Þennan dag berum við með nestið með okkur og ef þessar leiðir duga ekki til, þá er í boði að hjóla upp leið sem heitir “Legacy Climb” eftir hádegisnestið og enda daginn á að hjóla aðra bláa leið, “Hoods in the Woods” og síðan beint niður á hótel.
Trail Forks: Fyrir hádegi / Eftir hádegi
YouTube: Meadow of the Grizzly / Angry Midget
DAGUR 3
SQUAMISH - RUBERT & PAMPLEMOUSSE
Annar dagur í Squamish. Hjólum beint út frá hótelinu og klifrum up “Jack´s trail to 50 Shades” til þess að komast í fyrstu leið dagsins “Rubert” sem er svört. Mögulegt að breyta í aðrar leiðir eftir veðri og áhuga hópsins Önnur leið dagsins er klifur upp að “Alice Lake Provincial Park” og niður leið sem ber nafnið “Pamplemousse” Endum svo daginn á því að hjóla niður sama stíg og við klifruðum um morguninn. Við keyrum til Whistler seinnipartinn og því er gott að hafa pakkað saman öllu um morguninn. Skutlið okkar kemur við á hótelinu áður en þeir sækja okkur seinnipartinn.
Trailforks: Allur dagurinn
YouTube: Rubert / Pamplemousse
DAGUR 4
WHISTLER - THE TOP OF THE WORLD
Við byrjum daginn á því að taka lyftu upp á Whistler Mountain og hjólum eina af frægustu leiðum heims, “Top of the World”, 5,6 km svört brekka sem að endar í Bike Parkinum í miðju Whistler þorpsins. Hægt er að leika sér hérna allan daginn eftir vilja og þreki hvers og eins.
Trailforks: Top of the World
YouTube: Top of the World
DAGUR 5
WHISTLER - LORD OF THE SQUIRRELS EPIC
Lord of the Squirrels Epic er ein af uppáhalds leiðum lókalins í Whistler. Þekkt fyrir fegurð og skemmtilegheit. Hún er ekki mjög erfið og hentar hópnum mjög líklega eftir að hafa hjólað í þrjá daga í frekar tæknilega erfiðum leiðum.
Trailforks: Lord of the Squirrels
Youtube: Lord of the Squirrels
Pinkbike: Grein
DAGUR 6
PEMBERTON - HAWAII
Hálftíma akstur til Pemberton sem er þurrara svæði en Whistler og er umkringt háum, bröttum fjallshlíðum sem hefur yfir að búa einu besta single track leiksvæði heims. Við stefnum á að hjóla upp Happy Trail og koma niður Hawaii. Hægt að leika sér þarna allan daginn, fara aðrar leiðir eða aftur þá sömu.
Trailfork: Pemberton svæðið
Youtube: Hawaii
DAGUR 7
WHISTELER - BLACKCOMB
Síðasta dagurinn. Leggjum við í hann beint frá hótelinu okkar og í leiðirnar sem liggja allt í kring um Whistler. Á “Black Comp” svæðinu er hellingur af leiðum, allar frekar svartar. Ef það er vilji fyrir því að fara frekar í flowy leiðir í bike parkinum þá er það líka mögulegt. Þessi dagur ræðst á því hve mikil orka og leikgleði er eftir í hverjum og einum.
Trailforks: Dark Cristal
Youtube: Blackcomp, Dark Cristal
DAGUR 8
FLUG TIL ÍSLANDS
Frjáls dagur í að gera það sem löngunin og lífið leiðir okkur. Nægur tími um morguninn að ganga frá hjólunum og pakka áður en lagt verður af stað á flugvöllinn. Brottför frá Vancouver með Icelandair síðdegis og lent á Íslandi morguninn eftir.

TRÚSS
Bara léttir bakpokar yfir daginn. Allt annað dót tekið inn í bíl þegar þess er þörf. Fáum skutl með farþega og hjól þegar þörf er á slíku.

MATUR
Morgunmatur í Squamish er innifalinn í gistingunni. Í Whistler er mikið af skemmtilegum morgunverðar-kaffihúsum og þar er morgunverðurinn ekki innifalinn í heildarverði ferðarinnar.
Hádegismatur er annað hvort nesti eða stopp á litlum lókal veitingastöðum og er ekki innifalinn í heildarverði ferðarinnar.
Kvöldmatur er innifalinn fyrir utan tvö kvöld, á degi 4 og síðasta kvöldið. Við borðum á lókal veitingastöðum, vel völdum af heimamönnum.

GISTING
2 nætur á Howe Sound Brewing í Squamish.
5 nætur á hótel Aava í Whistler.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir mjög vana fjallahjólara sem hjóla reglulega og eru í góðu líkamlegu formi. Leiðirnar eru mjög tæknilegar og þörf á því að hafa fullkomna stjórn á hraða-og bremsutækni. Best er að skoða Youtube myndböndin í leiðarlýsingunni til þes að sjá hvernig leiðirnar líta út.

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu “single track” leiðir í heiminum.

HITASTIG Í SEPTEMBER
Hitinn í byrjun september getur farið allt uppí 28°C og niður í 14°C, meðalhiti sem sagt 21°C. Ef við lendum í hitabylgju þá er farið fyrr af stað á morgnana og tekinn góð pása yfir heitasta tíma dagsins.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með tryggingu sem örugglega virkar. Ferðatryggingar eru venjulega innifaldar í kreditkortum eða heimilistrygginunum en það er gott að athuga nákvæmlega hvort þínar tryggingar virka fyrir fjallahjólaferðir. Ef að þú vilt fá þér auka tryggingu þá mælum við með WORLD NOMADE sem sérhæfa sig í tryggingum fyrir ævintýraferðir.

BÓKA FERÐ
Bókunarkerfið okkar er í vinnslu og verður sett inn mjög fljótlega.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
HÓTELIÐ Í SQUAMISH
MEIRI UPPLÝSINGAR

HÓTELIÐ Í SQUAMISH

Gistum tvær nætur á Howe Sound Brewing, sjarmerandi gistiheimili með sína eigin bjórframleiðslu. Staðsett nálægt miðbænum og bíður uppá endalausa gleðistemmingu!
HÓTELIÐ Í WHISTLER
MEIRI UPPLÝSINGAR

HÓTELIÐ Í WHISTLER

Gjeggjað hótel í Whistler staðsett á besta stað þar sem við erum aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá miðbænum og bike parkinum. Gistum í tveggja manna herbergjum og höfum aðgang að sauna og heitum pottum á kvöldin.
ALLT UM FJALLAHJÓLUN Á SVÆÐINU
MEIRI UPPLÝSINGAR

ALLT UM FJALLAHJÓLUN Á SVÆÐINU

Frábær heimasíða þar sem finna má flest allar upplýsingar um fjallahjól og leiðir í British Columbia.Við hjólum í Squamish, Whistler og Pemberton.
TOP