TYRKLAND: FJALLAHJÓLAFERÐ

CAPPADOCIA ÞJÓÐGARÐUR ER STAÐUR UPPLIFUNAR!

Einstök náttúruperla sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Hinar aldagömlu þjóðleiðir sem tengja saman dalina í þjóðgarðinum reynast hinir fullkomnu “single track” stígar. Íbúar svæðisins taka heimsóknum opnum örmum, bjóða uppá heimsins besta “menu” og deila með stolti sögum um þetta stórkostlega menningarsvæði.

2021
Í vinnslu

HÓPASTÆRÐ
8 - 10 manns


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

Í vinnslu

VERÐ
Í vinnslu

STAÐFESTINGARGJALD
25% af heildar upphæð ferðarinnar
INNIFALIÐ
  • Transfer til og frá flugvelli í Kayseri
  • Allar ferðir í Tyrklandi
  • Allur matur frá kvöldsnakki fyrsta dags fram á morgunverð síðasta dags
  • Flöskuvatn með máltíðunum
  • Gistingar eins og kemur fram í leiðarlýsingu
  • Tyrkneskur fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku
  • Íslenskur leiðangurstjóri
  • Nauðsynlegustu “first aid” græjur
EKKI INNIFALIÐ
  • Flug frá Íslandi til Kayseri
  • Nauðsynlegar ferðatryggingar
  • Aukavatn keypt í 5 l. brúsum
  • Aðrir drykkir og auka persónulegt snakk
  • Klukkustunda loftbelgstúr ca. 165 € fyrir 8 manna hóp (greitt á staðnum)
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
  • Allt annað sem ekki er innifalið í verðinu

DAGUR 1
FLUG TIL KAYSERI
Flug frá Íslandi til Kayseri. Móttökur og klukkutíma keyrsla beint til Gorëme í hjarta Cappadoce. Komum okkur fyrir á gistiheimilinu og fáum kvöldsnakk áður en við rúllum okkur í rúmin eftir langan dag.
DAGUR 2 - 6
CAPPADOCIA
Leiðirnar sem við hjólum næstu 5 daga eru taldar vera í hópi bestu fjallahjóla “single track” leiða í heiminum. Þær zikzakkast um í þessu náttúrulega völundarhúsi og með hverjum deginum finnast nýjir óþekktir möguleikar sem að í flestum tilfellum eru fyrir utan fjölsóttustu ferðamannastaðina. Við munum geta hjólað beint til og frá gististöðunum sem eru gamalt klaustur, hjá heimafólki og í miðaldar þorpi sem að hluta til er byggt inní klettana. Á kvöldin drekkum við í okkur tyrkneska fjalla menningu, hittum lókal fólkið, lærum að baka brauð, vinna úr leir, skoðum söfn og hella, förum í gönguferðir og njótum þess að vera til!
DAGUR 7
GÖREME
Síðasta daginn er hjólaði í Göreme. Þennan morgun höfum við option á því að vakna snemma og mæta eldsnemma í loftbelgstúr áður en sest er á hjólin. Leiðir dagsins liggja utan í hlíðum Bozdag með brjálað útsýni yfir dalina sem við hjóluðum fyrr í vikunni. Síðasta brekkan tekin sem endar beint á gistiheimilinu okkar í Göreme. Ógleymanlegt!
DAGUR 8
FLUG TIL ÍSLANDS
Transfer á flugvöll og flug frá Kayseri til Keflavíkur.

TRÚSS
Bara léttir bakpokar yfir daginn (sjá mynd). Allt annað dót tekið inn í bíl sem bíður okkar á næsta áfangastað. Bílstjórinn er líka innfæddur og talar örugglega lítið í ensku. Kennir okkur helstu beisik orðin í tyrknesku og syngur okkur í svefn á kvöldin.

MATUR
Munum ekki verða fyrir vonbrigðum í þessum kafla ferðarinnar! Hinu frægu “meze” smáréttirnir, “pide” hin ljúffenga tyrkneska pizza, heimabakað brauð og lókal vín er meðal þess sem verður á diskunum okkar frá morgni til kvölds.
Morgun- og kvöldmatur er reiddur fram af gestgjöfum hverrar gistingar fyrir sig.
Hádegismatur er annað hvort nesti eða stopp á litlum lókal veitingastöðum...spennandi!
Við fáum líka með okkur orkubúst yfir daginn (þurrir ávextir, hnetur, kex og súkkulaði).
* Ef það eru einhverjar séróskir í tengslum við aukaorku þá um að gera að taka slíkt með sér.

GISTING
Gistiheimili í Göreme, gamalt klaustur, hjá heimafólki og í gömlu orginal þorpi sem er að hluta til byggt inní klettana í þjóðgarðinum. Það eru koddar og sængur til staðar á öllum gististöðunum. Gott samt að taka með sér léttan svefnpoka eða silkipoka.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir vana fjallahjólara sem hjóla reglulega og eru vel á sig komnir líkamlega. Leiðirnar eru ekki mjög tæknilegar en þó er þörf á því að hafa fullkomna stjórn á hraða-og bremsutækni. Dagleiðir eru frá 35 km. til 50 km. á dag sem eru um 8 klst. á dag með hádegispásunni. Leggjum í hann um 9 leitið og erum komin í hús um 5 leitið. Hækkunin er samtals frá 1000 m. allt uppí 1600 m. á dag, svokallaðir rússibanar!

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu “single track” leiðir í heiminum. Gætum stundum lent í smá grjóti, trjágróðri eða öðrum ævintýrum.

HITASTIG Í SEPTEMBER
Hitinn í byrjun september getur farið allt uppí 28°C og niður í 14°C, meðalhiti sem sagt 21°C. Ef við lendum í hitabylgju þá er farið fyrr af stað á morgnana og tekinn góð pása yfir heitasta tíma dagsins.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með tryggingu sem örugglega virkar. Ferðatryggingar eru venjulega innifaldar í kreditkortum eða heimilistrygginunum en það er gott að athuga nákvæmlega hvort þínar tryggingar virka fyrir fjallahjólaferðir. Ef að þú vilt fá þér auka tryggingu þá mælum við með WORLD NOMADE sem sérhæfa sig í tryggingum fyrir ævintýraferðir.

BÓKA FERÐ
Bókunarkerfið okkar er í vinnslu og verður sett inn mjög fljótlega.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ
VISIT CAPPADOCIA

MEIRI UPPLÝSINGAR UM SVÆÐIÐ

Hér er linkur á "Visit Cappadoccia" þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um svæðið.
FJALLAHJÓLAÐ Í CAPPADOCIA
YOUTUBE VIDEO

FJALLAHJÓLAÐ Í CAPPADOCIA

Það er til heill hellingur af youtube myndböndum af fjallahjólun á Cappadocia svæðinu. Hér er eitt sem okkur finnst gefa mjög gott dæmi um hvernig þetta lítur raunverulega út.
MYNDAALBÚMIÐ
MEIRA HÉR

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr fyrri ferðum.
TOP