HVALEYRARVATN OG HELGAFELL
DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI

HVALEYRARVATN HJÓLAFERÐ

Hvaleyrarvatn og nágrenni er stórkostlegt leiksvæði, aðeins steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Þar er úr miklu að moða fyrir alla sem hafa gaman af fjörlegum fjallahjólreiðum í einstöku umhverfi.
Við byrjum á léttri upphitun á malarvegi sem liggur frá Hvaleyrarvatni að Stórhöfða, þar tekur við mjög skemmtilegur stígur sem getur verið ansi tæknilega krefjandi á köflum. Þaðan er hægt að velja að hjóla einstigi yfir mosavaxið helluhraunið að Kaldárseli og áfram hringinn í kring um Helgafellið, eða fara í kringum Stórhöfðann og jafnvel upp á toppinn fyrir þá hörðustu. Í skóginum í kring um vatnið er einnig að finna urmul einstiga sem eru eins og hannaðir fyrir fjallahjólafjör.

Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.

VERÐ
9.000 ISK
HÓPASTÆRÐ
6 - 10 hjólarar.
Við staðfestum brottför fyrir hverja ferð með minnst 6 einstaklingum.
INNIFALIÐ
 • Fjallahjólaleiðsögumaður
 • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
 • Flutningur til og frá hjólaleið
 • Fjallahjól og hjálmur
 • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
 • Nesti
 • Tryggingar
MÆTING
Við Hvaleyrarvatn kl. 10:00.

BÓKA FERÐ

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

ERFIÐLEIKASTIG
Fínt flæði í þessari leið. Hægt að velja á milli mjög einfaldra leiða fyrir byrjendur sem og torfærari kafla með krefjandi hindrunum fyrir vant hjólafólk sem býr yfir góðri fjallahjólatækni.
Hjólum um 15 - 20 km á 3 - 4 klukkutímum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Hjólum mosagróna slóða, mjó einstigi, yfir hraunbreiður og á malarvegum. Algjört ævintýri!

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi.

 • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
 • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
 • Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
 • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
 • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
 • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði

Við komum með:  
 • Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
 • Keðjuolíu- og lása
 • Pumpu / demparapumpu
 • Lítið fjölverkfæri
 • Auka slöngur
 • Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
 • TIL LEIGU
  Verður staðfest síðar.

  lava biking day tour bike company
  MEIRA HÉR+

  MYNDAALBÚMIÐ

  Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
  fjallahjólaferð bike company
  MEIRA HÉR+

  VÍDEÓ

  Við eigum ekki vídeó úr ferðum okkar um slóðir Hvaleyrarvatns og Helgafells (ennþá). En þú getur kíkt á myndskeið úr öðrum ferðum hér.
  yoga mtb women in iceland
  MEIRA HÉR+

  SÉRSNIÐNAR FERÐIR

  Þessi dagsferð er fullkomin fyrir vinnu- og/eða vinahópa og auðvelt að aðlaga hana og sérsníða að þínum óskum, dags- og tímasetningu.
  TOP