FJALLABAK
RAFMÖGNUÐ DAGSFERÐ

FJALLABAK HJÓLAFERÐ

HJÓLADAGUR AÐ FJALLABAKI ER ÓGLEYMANLEGT ÆVINTÝRI!

Friðlandið Fjallabak með sinni mögnuðu náttúrufegurð er fullkomið leiksvæði fyrir bæði hefðbundin fjallahjól og rafmagnshjól.
Hægt er að velja á milli ferða þar sem að við hjólum mest á þéttum og skemmtilegum fjallvegum sem eru tiltölulega auðveldir og hraðir yfirferðar með hressilega passlegri blöndu af einstígum eða trylltum “single track” degi.
Hentar öllum hjólurum sem eru tilbúnir til þess að láta ýta sér létt yfir þægindarammann og upplifa ævintýri eins og þau gerast allra best.

Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.

VERÐ
29.000 ISK

HÓPASTÆRÐ
3 - 5 hjólarar

INNIFALIÐ
  • Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
  • Fjallahjólaleiðsögumaður
  • Specialized Turbo rafmagnsfjallahjól og hjálmur
  • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
  • Nesti
  • Tryggingar

BÓKA FERÐ
Við skipuleggjum þessa ferð eingöngu fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn: info@bikecompany.is

ERFIÐLEIKASTIG
Hægt að velja á milli mjög einfaldra leiða fyrir byrjendur sem og torfærarari kafla með krefjandi hindrunum fyrir vant hjólafólk sem býr yfir góðri fjallahjólatækni.
Hjólum um 25 - 30 km. Ferðin tekur um 12 - 14 klst með ferðum til og frá Reykjavík.

STÍGAR OG LEIÐIR
Hjólum mosagróna slóða, mjó einstigi, yfir hraunbreiður og á malarvegum. Algjört ævintýri!

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
  • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
  • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
  • Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
  • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
  • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
  • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
  • Endilega taka með sér sundföt

INNIFALIÐ Í FERÐINNI
Við erum með þessi frábæru Specialized Turbo Levo rafmagnshjól innfalin í ferðinni. Þessi fararskjóti gerir hverja ferð fullkomna. Erfiðar brekkur heyra sögunni til og niðurleiðin er jafn fjörug og áður.
LEVO TURBO

mtb iceland
MEIRA HÉR+

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
FJALLABAK

VÍDEÓ

Alltaf gaman að skoða stuttar vídeóklippur um fjallahjólreiðar. Hér finnur þú nokkur.
FJALLABAK
MEIRA HÉR+

SÉRSNIÐNAR FERÐIR

Þessi túr er fullkominn fyrir vinnu- og/eða vinahópa. Það er auðveldlega hægt að aðlaga hana og sérsníða á þeirri dags- og tímasetningu sem hverjum og einum hentar best.
TOP