FJALLAHJÓLAROKK: 2022
VÍKNASLÓÐIR

Fjallahjólarokk

 

STÓRKOSTLEGT UMHVERFI AUSTFIRSKU ALPANNA!

Víknaslóðir eru stórkostleg blanda fallegra fjarða og víkna, með líparítfjöll og glæsilega fjallasýn hvert sem litið er. Ennþá er það tiltöllulega ósnortin náttúruperla sem passlega mikið er heimsótt af ferðamönnum. Leiðirnar sem eru góð blanda af malarvegum og einstigum hafa undanfarin ár verið að hluta til unnar með fjallahjól í huga.
Fjallaskálinn í Breiðuvík er tiltölulega nýr, vel við haldið og búinn allri þeirri aðstöðu sem þörf er á fyrir ævintýraþyrstar fjallahjólakonur. Hópurinn, hjól og annar búnaður er ferjaður á milli leiða eftir þörfum. Þetta er ferð sem enginn ætti að missa af!

FORSKRÁNING

VILTU KOMA MEÐ?

Tryggðu þér pláss á tilboðsverði


DAGUR 1
BROTTFÖR
Komudagur til Egilsstaða Þið mætið annað hvort keyrandi eða fljúgandi. Við sækjum ykkur á flugvöllinn á Egilstöðum. Um að gera að nota tímann og kanna fjöruna og gömlu tóftirnar af Litluvík. Léttur kvöldverður í boði fyrir þær sem vilja. Gist í Breiðuvíkurskála.
DAGUR 2
STÓRUURÐARLEIÐIN
Hjólum í kring um eina helstu náttúruperlu landsins, Stórurð. Svæðið er að hluta til friðlýst og Urðin sjálf orðin náttúruvætti. Við leggjum frá okkur hjólin á þeim kafla og förum í göngutúr að skoða þetta nátúru undur. Við byrjum við Vatnsskarð, skerum hlíðina í suður, í átt að Dyrfjöllum og upp Mjóadal. Þaðan Þaðan er mikið útsýni niður í Stórurð og inn Fljótsdalinn til suð-vesturs. Hjólum áfram að Tröllabotnum í átt að Sandaskörðum áfram inn Lambadal og endum á Loðmundarfjarðarvegi. Ef veður er gott og orkan er enn fyrir hendi þá klárum við alla leið í Breiðuvík. Gist í Breiðuvíkurskála.
DAGUR 3
BREIÐUVÍKURHRINGURINN
Þetta er dagur fjalla, skarða og fjölmargra dala. Hjólum frá skálanum okkar í Breiðuvík áleiðis að Glettingi, fram hjá Kjósvík og Hvalvík og niður í Brúnavík. Þaðan hjólum við upp Brúnavíkurskarð og niður glænýja fjallahjólreiðaslóðann á Borgarfirði niður að Hafnarhúsinu, og svo til Bakkargerðis. Eftir að hafa notið þess að skoða þennan fallega bæ, höldum við til baka í Brúnavík yfir Gagnheiði um Kjósavíkurskarð. Gist í Breiðuvíkurskála.
DAGUR 4
BREIÐUVÍK - LÖÐMUNDARFJÖRÐUR
Endum þetta ævintýri með því að hjóla vegarslóða sem liggur úr Breiðuvíki niður í Húsavík og þaðan yfir í Loðmundarfjörð um Kækjuskörð. Ferjum hópinn og hjólinn á Egilsstaði.
Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar

Þessi ferð er unnin í samstarfi við Árna Magnússon hjá Fjord Bikes

2022
6 - 9 júlí

HÓPASTÆRÐ
15 - 25 konur


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
89.000 ISK (staðfestingargjald 15.000 ISK)

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
  • Kvöldmatur x3, morgunmatur x3
  • MIðdegis snakk
  • Flutningur á fólki og hjólum til og frá Egilsstöðum
  • Gisting í fjallaskála í Breiðuvík
  • Fjallahjólaleiðsögn
  • Trúss með hóp og hjól þegar þess er þörf
  • Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
  • Ferðir milli Reykjavikur og Egilsstaða
  • Hádegisnesti
  • Aðgangseyri í sundhallir Austurlands
  • Ferðatryggingar
  • Bús, gos og sælgæti

 

NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í skálanum í Breiðuvík er fín, nóg pláss og vítt til veggja.
Hver og ein nestar sig fyrir hádegisnesti. Það er fín eldhúsaðstaða til þess að undirbúa slíkt.
Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.

GISTING
Við gistum í fjallaskálanum í Breiðuvík. Þið þurfið að mæta með ykkar eigin svefnpoka og handklæði. Athugið að það er mjög lítið símasamband í víkinni. Skálinn tekur 32 í gistingu og því er mjög rúmt um okkur og uppfyllir öll skilyrði vegna Covid-19. Vatnssalerni eru í skálanum og eldhúsaðstaðan er risastór búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru til eldamennsku og borðhalds.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir vanar fjallahjólakonur sem telja sig nokkuð vel á sig komnar líkamlega. Leiðirnar eru á köflum tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 35 - 50 km. 7-9 klst á dag með hádegis hvíldinni.

TRÚSS
Berum eingöngu létta bakpoka með hádegisnestinu yfir daginn.

STÍGAR OG LEIÐIR
Blanda af grófum fjallvegum og einstigum.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
  • Langerma hjólapeysa
  • Þunn micro-flíspeysa innanundir
  • Þunn dún- eða primaloft úlpa
  • Gore-tex stakkur
  • Fjallahjólastuttbuxur
  • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
  • 2 aukapör sokkar úr ull
  • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
  • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
  • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
  • Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
  • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
  • Svefnpoki
  • Handklæði
  • Sundföt
  • Auka nærfatnaður
  • 2 pör af aukasokkum
  • Kósíföt og inniskór
  • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
  • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
  • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
  • Pumpur / demparapumpa
  • Fjölverkfæri fyrir hjól
  • Keðjuþvinga
  • Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
  • Dekkjaviðgerðarsett
  • Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
  • Keðjuhlekkir
  • Bremsuvökvi og blæðiset
  • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
  • Gjörð/dekk
  • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
TOP