FJALLAHJÓLAROKK: KVENNAFERÐIR 2021


FJALLAHJÓLAROKK
 

FJALLAHJÓLAFERÐIR FYRIR KONUR

Við bjóðum uppá heilar sex mismunandi FJALLAHJÓLAROKKS ferðir í sumar sem að eru sérhannaðar fjallahjólaferðir fyrir konur. Leiðarval og skipulagning eru útpæld og allt sett í sölurnar til þess að þið fáið sem mest út úr ævintýrinu. Þetta eru ferðir sem ýta jafnt byrjendum sem og vönum FJALLAHJÓLAROKKURUM örlítið út fyrir þægindarrammann, rétt passlega til þess að leyfa spennu- og gleðigenunum taka völdin.
Rétt sem áður fyrr fer næturvakan annað hvort fram í rúmgóðum fjallaskálum eða í eðal glamping tjöldum og ávallt nóg pláss fyrir gleði, glaum og geym.


FJALLAHJÓLAROKK
MEIRA HÉR+

VORFERÐIN

2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR

Þessi ferð er orðin að algjörri klassík og hentar öllum fjallahjólurum sem telja sig í ásættanlega góðu líkamlegu formi. Fyrri daginn hjólum frábæra leið við Vík í Mýrdal og seinni daginn nýja leið í Fljótshlíð.

VERÐ: 54.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 22 - 24 maí 2021

GISTING: Lúxus glamping tjöld

ERFIÐLEIKASTIG: Hentar vel fyrir byrjendur

mtb yoga iceland
MEIRA HÉR+

ÞÓRSMÖRK

2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR

Þórsmörk er ævintýraland fjallahjólarans. Þar er að finna urmul af góðum hjólaleiðum. Þessi ferð er upplagt tækifæri til þess að kynnast nokkrum af þeim bestu.

VERÐ: 54.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 16 - 18 júní 2021- FULLBÓKAÐ
  • 27 - 29 ágúst 2021

GISTING: Svefnpokagisting í Básum

ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað verið að stunda fjallahjólreiðar

fjallabak
MEIRA HÉR+

SYÐRA-FJALLABAK

2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR

Þetta er ferð hentar vel ævintýragjörnum fjallahjólakonum. Fyrri daginn hjólum við magnaðan hring frá Emstrum yfir í Álftavatn og þann seinni úr Emstrum niður í Fljótshlíð með viðkomu á Þórólfsfelli.

VERÐ: 62.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 25 - 27 júní 2021
  • 1 - 3 júlí 2021 - FULLBÓKAÐ

GISTING: Svefnpokapláss í fjallaskála

ERFIÐLEIKASTIG: Tekur á líkamlega og andlega, en ekki mjög tæknilega erfið

fjallahjolarokk 2020
MEIRA HÉR+

BLANDA AF ÞVÍ BESTA Á SUÐURLANDI

3 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR

Blanda af bestu fjallahjólaleiðum Suðurlands. Við hjólum hina rómuðu Skógaheiði, frábæra leið við Vík í Mýrdal og endum síðan á því að fara hina mögnuðu leið frá Háafossi að Stöng í Þjórsárdal.

VERÐ: 62.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 4 - 6 ágúst 2021 - FULLBÓKAÐ

GISTING: Lúxus glamping tjöld

ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað stundað fjallahjólreiðar

Sauðárkrókur
MEIRA HÉR+

NORÐURLAND

3 HJÓLADAGAR / 3 NÆTUR

Þessi ferð er pökkuð af fullkomnum hjólstígum, sem hafa orð á sér að vera sumir hverjir þeir skemmtilegustu á landinu og eru í nágrenni Dalvíkur, Siglufjarðar og Sauðárkróks.

VERÐ: 79.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 26 - 29 ágúst 2021

GISTING: Svefnpokagisting í skíðaskála

ERFIÐLEIKASTIG: Fyrir vana hjólara

viknaslóðir
MEIRA HÉR+

VÍKNASLÓÐIR

3 HJÓLADAGAR / 3 NÆTUR

Víknaslóðir eru stórkostleg blanda fallegra fjarða og víkna, með líparítfjöll og glæsilega fjallasýn hvert sem litið er. Leiðirnar eru góð blanda af malarvegum og einstigum.

VERÐ: 89.000 ISK

DAGSETNINGAR:
  • 9 - 12 september 2021

GISTING: Svefnpokagisting í fjallaskála

ERFIÐLEIKASTIG: Snýst meira um formið en tæknina


FJALLABAK
MEIRA HÉR+

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
Fjallahjólarokk
MEIRA HÉR+

VÍDEÓ

Vídeó úr fyrsta FjallaHjólaRokkinu árið 2014. Mögnuð ferð þar sem stemmingin var alls ráðandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður og storm sem geysaði í stórum hluta ferðarinnar. Takið eftir hvað tískan hefur breyst á aðeins nokkrum árum!
MTB ICELAND
MEIRA HÉR+

BLAÐAGREIN

Þessi grein kom út í júní 2019 og fjallar um FjallaHjólaRokkið það sama ár. Við vorum 30 konur sem hjóluðu í 3 daga uppá hálendinu og voru sumar þeirra að prófa fjallahjólasportið í fyrsta skiptið. Algjörar hetjur!
TOP