KOMDU ÚT AÐ HJÓLA!

ÆVINTÝRALEGAR HJÓLAFERÐIR!

Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.


hekla fjallahjólaferð
MEIRA HÉR+

HJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI

Komdu með okkur í hjólaferð um fallega Ísland. Við leiðum þig á nýjar slóðir eða gamlar með nýju yfirbragði. Að ferðast um á fjallahjóli er ferðamáti af bestu gerð sem veitir frelsi til einstakrar upplifunar um fjölbreytilegt landslag í frísku fjallalofti. Kíktu á ferðirnar okkar, þær henta jafnt byrjendum sem og vanari hjólurum.
UTANLANDSFERÐIR
MEIRA HÉR+

UTANLANDSFERÐIR

Óteljandi fjallahjólaferðir erlendis með hundruði ánægðra viðskiptavina hafa byggt upp góða reynslu af skipulagningu þessara ferða. Við nýtum okkur þessa þekkingu og erum stanslaust að að byggja ofan á hana. Við viljum fá ykkur með í fjallahjólaferð á nokkra af okkar uppáhalds stöðum úti í hinum stóra heimi. Tyrkland, Perú og Kanada eru á dagskránni okkar í haust.
FJALLABAK
MEIRA HÉR +

SÉRSNIÐNAR FERÐIR

Við höfum fullt af hugmyndum að hjólaferðum fyrir vinnu-eða vinahópinn þinn. Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum og sérsníða að þínum óskum.
TOP