KOMDU ÚT AÐ HJÓLA!
ÆVINTÝRALEGAR HJÓLAFERÐIR!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.
MEIRA HÉR+
HJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI
Komdu með okkur í hjólaferð um fallega Ísland. Við leiðum þig á nýjar slóðir eða gamlar með nýju yfirbragði. Að ferðast um á fjallahjóli er ferðamáti af bestu gerð sem veitir frelsi til einstakrar upplifunar um fjölbreytilegt landslag í frísku fjallalofti. Kíktu á ferðirnar okkar, þær henta jafnt byrjendum sem og vanari hjólurum.
MEIRA HÉR+
RAFMAGNAÐAR DAGSFERÐIR
Við erum með þessi frábæru rafmagnshjól innfalin í flestum okkar dagsferðum og til leigu fyrir lengri ferðir. Rafmagns hjól er fararskjóti sem gerir hverja ferð fullkomna. Erfiðar brekkur heyra sögunni til en niðurleiðin er jafn fjörug og áður.
MEIRA HÉR +
SÉRSNIÐNAR FERÐIR
Við höfum fullt af hugmyndum að hjólaferðum fyrir vinnu-eða vinahópinn þinn. Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum og sérsníða að þínum óskum.