FJALLAHJÓLAROKK: 2022
BLANDA AF ÞVÍ BESTA
“ÞESSAR KLASSÍSKU!”
Blanda af bestu fjallahjólaleiðum Suðurlands. Við hjólum nýjar leiðir við Hveragerði, nýja frábæra leið niður Laxárgljúfur og endum síðan á því að fara hina mögnuðu leið frá Háafossi að Stöng í Þjórsárdal.
- DAGUR 1
- BROTTFÖR
- Leggjum af stað um kl. 15:00 og keyrum áleiðis í Hveragerði. Hjólum nýjar leiðir um Grænadal og eru taldar sumir skemmtilegustu einstígar landsins. Endum í Hveragerði. Keyrum um 10 mínútur á Selfoss og fáum okkur kvöldmat í Mathöllinni. Eftir það keyrum við á Midgard á Hvolsvelli þar sem við gistum næstur tvær nætur.
- DAGUR 2
- HATTA OG DYRHÓLAEY
- Rúmlega klukkutíma keyrsla á upphafstað við Laxárgljúfur. Þar hjólum við single track leið sem liggur skammt frá gljúfurbarminum. Leiðin endar á frekar grýttum kafla niður að Hrunakrók þaðan sem tekur við malarvegur niður að Flúðum. Klárum daginn í Gömlu Lauginni áður en haldið er aftur á Hvolsvöll.
- DAGUR 3
- ÞJÓRSÁRDALUR
- Pökkum saman og höldum af stað akandi í Þjórsárdalinn. Þar hjólum við eina af allra skemmtilegustu fjallahjólaleið hálendisins. Byrjum á því að klifra upp að Háafossi, rétt um 6 km með tveimur “litlum” brekkum. Þaðan tekur við single track leið sem er alveg passlega krefjandi fyrir byrjendur sem lengra komna sem endar við Stöng. Klárum daginn í Bjór og Baði í útisundlaug áður en haldið er heim á leið.
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- 2022
- 1 - 3 júlí
- HÓPASTÆRÐ
- 8 - 18 konur
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- VERÐ
- 65.000 ISK (staðfestingargjald 15.000 ISK)
- Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í uppábúnum rúmum á Midgard Base Camp
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur í sundlaugar Suðurlands
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í uppábúnum rúmum á Midgard Base Camp
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur í sundlaugar Suðurlands
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- MATUR
- Morgun- og kvöldmatur verður í Mathöllinni á Selfossi og á Midgard Base Camp.
Undirbúum hádegisnesti sem þið sjáið um sjálfar um morguninn.
- Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.
- GISTING
- Midgard Base Camp er sjarmerandi gistiheimili á Hvolsvelli. Fullkomlega staðsett fyrir leiðirnar sem verða farnar í þessari ferð.
- ERFIÐLEIKASTIG
- Ferð fyrir nokkuð vanar fjallahjólakonur sem telja sig nokkuð vel á sig komnar líkamlega. Leiðirnar eru á köflum tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 15 - 20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegis hvíldinni.
- TRÚSS
- Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Að mestu leiti frábær einstigi.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.
- í bakpoka
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól