FJALLAHJÓLAROKK: 2022
BLANDA AF ÞVÍ BESTA
“ÞESSAR KLASSÍSKU!”
Blanda af bestu fjallahjólaleiðum Suðurlands. Við hjólum hina rómuðu Skógaheiði, frábæra leið við Vík í Mýrdal og endum síðan á því að fara hina mögnuðu leið frá Háafossi að Stöng í Þjórsárdal.
- DAGUR 1
- BROTTFÖR
- Leggjum af stað um kl. 9 og keyrum áleiðis á Skóga undir Eyjafjöllum. Það er hægt að mæta á einkabílum ef óskað er eftir því. Hjólum upp heiðina og niður eina af skemmtilegustu einstígum landsins sem liggur niður með Skógá. Endum við Skógafoss. Keyrum um 20 mínútur á Skeiðflöt í eftirmiðdaginn. Komum okkur fyrir í tjöldunum, minglum yfir kvöldmatnum og komum okkur snemma í háttinn.
- DAGUR 2
- HATTA OG DYRHÓLAEY
- Um 15 mínútna keyrsla til Víkur í Mýrdal. Leiðin sem verður hjóluð er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Hjólum gamlan fjallveg uppá fjallið Höttu og niður göngustíginn niður í þorpið aftur. Þaðan hjólum við veginn sem liðast eins og snákur uppá Reynisfjall þar sem tekur við single track meðfram öllu klettabeltinu sem endar á sama fjallvegi til baka niður í þorpið.
Möguleiki á því að enda ferðina í sundlauginni í Vík áður en við keyrum til baka á Skeiðflöt.
- DAGUR 3
- ÞJÓRSÁRDALUR
- Pökkum saman og höldum af stað akandi í Þjórsárdalinn. Þar hjólum við eina af allra skemmtilegustu fjallahjólaleið hálendisins. Byrjum á því að klifra upp að Háafossi, rétt um 6 km með tveimur “litlum” brekkum. Þaðan tekur við single track leið sem er alveg passlega krefjandi fyrir byrjendur sem lengra komna sem endar við Stöng. Klárum daginn í Bjór og Baði í útisundlaug áður en haldið er heim á leið.
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- 2022
- 1 - 3 júlí
- HÓPASTÆRÐ
- 8 - 18 konur
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- VERÐ
- 65.000 ISK (staðfestingargjald 15.000 ISK)
- Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í uppábúnum rúmum í Glamping tjöldum
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur í sundlaugar Suðurlands
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í uppábúnum rúmum í Glamping tjöldum
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur í sundlaugar Suðurlands
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- MATUR
- Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í uppgerðri hlöðunni er mjög fín, nóg pláss og vítt til veggja.
Undirbúum hádegisnesti um morguninn.
- Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.
- GISTING
- Tjöldin eru mjög þægilleg og sængurnar eru dúnmjúkar og heitar. Það er hitateppi í dýnunni sem að við kennum ykkur að stilla þar sem að þau eiga til að slökkva á sér ef þau hitna of mikið yfir nóttina. Tjaldið sjálft er ekki upphitað en það kemur ekki að sök. Við getum keyrt alveg upp að tjaldskörinni, þannig að það þarf ekki að bera neinn farangur langar leiðir. Sturtur og salerni eru bæði við hlöðuna þar sem að eldhúsaðstaðan er og einnig inní í gistihúsinu sjálfu. Ef einhver óskar frekar eftir því að gista inni þá er það einnig í boði. Hlaðan er upphituð með litlum rafmagnsofnum, er rúmgóð og með frábæra eldhúsaðstöðu.
- ERFIÐLEIKASTIG
- Ferð fyrir nokkuð vanar fjallahjólakonur sem telja sig nokkuð vel á sig komnar líkamlega. Leiðirnar eru á köflum tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 15 - 20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegis hvíldinni.
- TRÚSS
- Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Að mestu leiti frábær einstigi.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.
- í bakpoka
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól