KOMDU ÚT AÐ HJÓLA

Á RAFMAGNS-FJALLAHJÓLI

rafmagnaðar hjólaferðir


Allt í kring um Reykjavík er að finna kynngimagnaða náttúru sem vert er að gefa sér tíma í að skoða. Rafmagns hjól er fararskjóti sem gerir hverja ferð fullkomna. Erfiðar brekkur heyra sögunni til en niðurleiðin er jafn fjörug og áður.

Við förum leiðir sem henta veðrum og vindum hverju sinni!

Ferðin hentar öllum sem kunna að hjóla!

VERÐ
18.000 ISK

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
HÓPASTÆRÐ
4 - 10 hjólarar

INNIFALIÐ
  • Fjallahjólaleiðsögumaður
  • Rafmagns-fjallahjól og hjálmur
  • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstu hjálpar búnaður
  • EKKI INNIFALIÐ
  • Ferðin til og frá upphafspunkti ferðar
  • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
  • Vatn og nesti
  • Tryggingar

  • BÓKA FERÐ
    Við skipuleggjum þessa ferð eingögnu fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
    Sendið okkur fyrirspurn: info@bikecompany.is

    ERFIÐLEIKASTIG
    Alltaf gott að vera í sæmilegu líkamlegu formi en annars tiltölulega einföld leið fyrir alla sem kunna að hjóla.
    Hjólum um 20 km á 2 - 3 klukkustundum.

    STÍGAR OG LEIÐIR
    Hjólum mosagróna slóða, sandflæmi, yfir hraunbreiður og á malarvegum. Algjört ævintýri!

    TRYGGINGAR
    Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og við ráðleggjum þér að athuga hvort að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

    ÚTBÚNAÐARLISTI
    • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
    • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
    • Góðir fingravettlingar og léttir sport/gönguskór eru nauðsynlegir
    • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
    • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
    • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði

    hveleyrarvatn
    MEIRA HÉR+

    MYNDAALBÚMIÐ

    Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðustu ár.
    single track madness video
    MEIRA HÉR+

    VÍDEÓ

    Við eigum ekki myndband úr rafmagns hjólaferð (ennþá), en við erum með önnur vídeó úr ferðum okkar síðustu ár. Getur tékkað á þeim hér.
    llaugar
    MEIRA HÉR+

    SÉRSNIÐNAR FERÐIR

    Þessi túr er fullkominn fyrir vinnu- og/eða vinahópa. Það er auðveldlega hægt að aðlaga hana og sérsníða á þeirri dags- og tímasetningu sem hverjum og einum hentar best.
    TOP