REYKJANES

DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI

reykjanes

Á Reykjanesskaga, þar sem Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó, má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi og ber landslagið það sterklega í ljós. Þessi hjólatúr er á svæðinu í kring um Reykjanesvita þar sem er að finna kynngimagnaða náttúru sem vert er að gefa sér tíma í að skoða. Það er eins og að mið-hálendi Íslands hafi verið tekið og sett niður við ströndina.

Við byrjum á að hjóla meðfram brimströndinni, rennum síðan við hjá Gunnuhver og bröltum að lokum yfir heilu hraunbreiðurnar á gömlum slóðum alla leið niður að auka vitanum á Reykjanestánni.

Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.

VERÐ
7.000 ISK

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
HÓPASTÆRÐ
6 - 20 hjólarar.
Við staðfestum brottför fyrir hverja ferð með minnst 6 einstaklingum.

INNIFALIÐ
 • Fjallahjólaleiðsögumaður
 • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstu hjálpar búnaður
 • EKKI INNIFALIÐ
 • Ferðin til og frá Reykjanesvita
 • Fjallahjól og hjálmur
 • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
 • Nesti
 • Tryggingar

 • MÆTING
  Við byrjum ferðin kl. 18:00 við Reykjanesvita.
  SPURNINGAR?
  Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

  SÉRHÓPAR!
  Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
  Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

  ERFIÐLEIKASTIG
  Alltaf gott að vera í sæmilegu líkamlegu formi en annars tiltölulega einföld leið fyrir alla sem kunna að hjóla.
  Hjólum um 10 km á 2 - 3 klukkustundum.

  STÍGAR OG LEIÐIR
  Hjólum mosagróna slóða, sandflæmi, yfir hraunbreiður og á malarvegum. Algjört ævintýri!

  TRYGGINGAR
  Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

  ÚTBÚNAÐARLISTI
  Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi.

  • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
  • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
  • Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
  • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
  • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
  • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði

  Við komum með:  
  • Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
  • Keðjuolíu- og lása
  • Pumpu / demparapumpu
  • Lítið fjölverkfæri
  • Auka slöngur
  • Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
  • HJÓLAFERÐ BIKE COMPANY
   MEIRA HÉR+

   MYNDAALBÚMIÐ

   Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar á þessu svæði.
   reykjanes hjólaferð
   MEIRA HÉR+

   MYNDBAND

   Stutt myndband sem að var tekið saman úr prufuferð um Reykjanesvita og nágrenni veturinn 2018 eftir Gísla Matthías Gíslason þyrluflugmann. Gefur góða mynd af því hve magnað þetta svæði er.
   reykjanes hjólaferð
   MEIRA HÉR+

   ALLT UM REYKJANES

   Ef þig langar til þess að vita meira og jafnvel allt um Reykjanes Geopark, þá getur þú lesið þig til hér á heimasíðu Markaðsstofu Reykjaness.
   TOP