NÁMSKEIÐ
HJÓLUM Í TÆKNINA

HVALEYRARVATN HJÓLAFERÐ

Námskeið þar sem farið er yfir nokkur grunn-atriði sem að skipta máli til þess að njóta þess í botn að þjóta um á fjallahjóli.

Það er mikilvægt að tileinka sér vissa tækni á fjallahjólinu til þess að vera fljótari að ná tökum á því. Þetta eru örfá og mjög einföld atriði sem flestir eru fljótir að læra og taka miklum framförum í kjölfarið.

  • Hvernig stillir þú hjólið fyrir þig?
  • Hvernig hjólið er yfirfarið áður en lagt er í hann?
  • Beiting líkamans á hjólinu
  • Bremsutækni
  • Pedalatækni
  • Dettutækni
  • Leiðarval

Við hjólum stuttan túr í lokin ef veður og aðstæður leyfa.

HÉR

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ

Tryggðu þér pláss


DAGSETNINGAR
5 júlí, 6 júlí og 7 júlí 2021, kl. 18
VERÐ
5.000 ISK
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
HÓPASTÆRÐ
4 - 8 hjólarar.
Við staðfestum námskeiðið með minnst 4 þátttakendum.
INNIFALIÐ
  • Fjallahjólaleiðbeinandi
  • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Flutningur til og frá hjólaleið
  • Fjallahjól og hjálmur
  • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
  • Tryggingar
MÆTING
Þar sem aðstæður eru bestar hverju sinni. Valið stendur á milli Öskjuhlíðar, Skógræktarinnar við Úlfarsfell, Hólmsheiði eða á góðum stað í Heiðmörk.

SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þetta námskeið fyrir sérhópa sem vilja velja sinn eigin tíma og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

ERFIÐLEIKASTIG
Þetta námskeið er hannað með byrjendur í huga sem vilja kynna sér grunntækni fjallahjólreiða.
Hjólum um 15 - 20 km á 3 - 4 klukkutímum.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé yfirfarið þannig að það virki.

  • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
  • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
  • Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
  • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
  • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
  • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði

Við komum með:  
  • Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
  • Keðjuolíu- og lása
  • Pumpu / demparapumpu
  • Lítið fjölverkfæri
  • Auka slöngur
  • Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
  • TIL LEIGU
    Specialized Turbo Levo rafhjól til leigu á 5.000 kr. fyrir námskeiðið.

    TOP