FJALLAHJÓLAROKK: 2022
BISKUPSTUNGNA PARADÍSIN

Brúárskörð

 

“FALDAR PERLUR  Í ALFARALEIÐ!”

Biskpustungur er lítið þekkt fjallahjólaparadís. Í þessari ferð fáum við að kynnast tveimur frábærum fjallahjólaleiðum sem eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Þessi ferð mun ekki valda neinum vonbrigðum!

SKRÁNING

VILTU KOMA MEÐ?

Tryggðu þér pláss hér


DAGUR 1
BROTTFÖR
Mæting í Skeifuna kl. 17:00 og brottför ekki seinna en kl. 18:00. Keyrum á Mathöll Selfoss þar sem við minglum yfir kvöldverði. Það er hægt að mæta á einkabílum ef óskað er eftir því. Leggjum síðan í hann aftur og verðum komnar ekki mikið seinna en um 21:00 á gististað. Komum okkur fyrir og förum snemma í háttinn.
DAGUR 2
HLÖÐUFELL
Leiðin sem verður hjóluð er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Hjólum upp ansi brattan fjallveg sem leið liggur í átt að Hlöðufelli. Beygjum af honum í austur eftir í kring um Högnhöfða og svo niður frábæran slóða sem liggur meðfram Miðfelli og endar í Úthlíð. Þær sem ekki hafa fengið nóg geta kíkt á downhill brautina á Laugarvatni fyrir eða eftir kvöldmatinn. Möguleiki á því að enda daginn í Fontana.
DAGUR 3
LAXÁRGLJÚFUR
Pökkum saman og höldum af stað akandi að Laxárgljúfrum. Þar hjólum við single track leið sem liggur skammt frá gljúfurbarminum. Leiðin endar á frekar grýttum kafla niður að Hrunakrók þaðan sem tekur við malarvegur niður að Flúðum. Klárum daginn í Gömlu Lauginni áður en haldið er heim á leið.
Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar

2022
1 - 3 júlí

HÓPASTÆRÐ
8 - 18 konur


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
65.000 ISK (staðfestingargjald 15.000 ISK)

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
  • Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
  • Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
  • Gisting í tvær nætur í uppbúnu rúmi á hosteli
  • Fjallahjólaleiðsögn
  • Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
  • Hádegisnesti og miðdegis snakk
  • Aðgangseyrir í Fontanta og Gömlu Laugina
  • Ferðatryggingar
  • Bús, gos og sælgæti

 

NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan á hostelinu er fín, nóg pláss og vítt til veggja. Undirbúum hádegisnesti um morguninn.
Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.

GISTING
Gistum í uppbúnum rúmum á Laugarvatn Hostel sem er fullkomlega staðsett fyrir þessa ferð.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir nokkuð vanar fjallahjólakonur sem telja sig nokkuð vel á sig komnar líkamlega. Leiðirnar eru á köflum tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 15 - 20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegis hvíldinni.

TRÚSS
Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Blanda af fjall- og malarvegum og frábæru einstigi.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum. Við ráðleggjum þér að athuga með þínar tryggingar fyrir brottför.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
  • Langerma hjólapeysa
  • Þunn micro-flíspeysa innanundir
  • Þunn dún- eða primaloft úlpa
  • Gore-tex stakkur
  • Fjallahjólastuttbuxur
  • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
  • 2 aukapör sokkar úr ull
  • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
  • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
  • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
  • Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
  • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
  • Handklæði
  • Sundföt
  • Auka nærfatnaður
  • 2 pör af aukasokkum
  • Kósíföt og inniskór
  • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
  • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
  • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
  • Pumpur / demparapumpa
  • Fjölverkfæri fyrir hjól
  • Keðjuþvinga
  • Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
  • Dekkjaviðgerðarsett
  • Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
  • Keðjuhlekkir
  • Bremsuvökvi og blæðiset
  • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
  • Gjörð/dekk
  • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
TOP