KVENNAFERÐ: ÞÓRSMÖRK 2022

Þórsmörk Bike Company

 

“MUST DO” LEIÐIR!

Allir fjallahjólarar verða einhvern tímann að hjóla í Þórsmörkinni! Hér er tveggja daga ferð sem er akkúrat passlegur tími til þess að kanna helstu leiðirnar sem vert er að þekkja. Þetta eru allt einstigi eða mjúkir moldar slóðar sem innihalda passlega mikið klifur og eru iðulega veglega verðlaunaðir með verðskulduðum niðurleiðum.

SKRÁNING

VILTU KOMA MEÐ?

Tryggðu þér pláss


DAGUR 1
BROTTFÖR
Mæting í Skeifuna kl. 16:00 og brottför ekki seinna en kl. 17:00. Ferðumst á Sprinter með sérhannaða kerru fyrir hjólaflutninga á fjallvegum. Kvöldverður í Básum við komuna.
DAGUR 2
ÞÓRSMERKUR ÁTTAN
Eftir morgunmat hjólum við leið sem liggur í áttu og nær yfir svæðið norðan og sunnan Langadals. Hún inniheldur allar bestu leiðirnar sem þetta svæði hefur uppá að bjóða.
DAGUR 3
FIMMVÖRÐUHÁLS
Eftir morgunmat hjólum við beint út frá skálanum okkar, inn á leið sem liggur upp Hvannárgil, áfram yfir á Morisheiði og inniheldur nokkur tvist á leiðinni. Heilsum uppá Magna og Móða og rúllum okkur svo aftur niður í Bása. Þessi dagur klikkar aldrei. Haldið heim á leið seinnipartinn.
Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar

2022
16 - 18 september

HÓPASTÆRÐ
12 - 18 konur


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
58.000 ISK (staðfestingargjald 15.000 ISK)

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
  • Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
  • MIðdegis snakk
  • Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
  • Gisting í svefnpokaplássi í Básum x2
  • Fjallahjólaleiðsögn
  • Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
  • Hádegisnesti
  • Aðgangseyrir í sund
  • Ferðatryggingar
  • Bús, gos og sælgæti

 

NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í skálanum er hin fínasta.
Hver og ein nestar sig fyrir hádegisnesti.
Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.

GISTING
Við gistum í Básum í Goðalandi en höfum hann mjög líklega ekki alveg fyrir okkur sjálfar. Þið þurfið að mæta með ykkar eigin svefnpoka og handklæði. Salerni eru í skálanum og sturtur mjög skammt frá í öðru húsi.

ERFIÐLEIKASTIG
Þessi leið öllum hjólurum sem telja sig í nokkuð góðu líkamlegu formi. Leiðirnar eru ekki mjög tæknilegar en mikilvægt er að kunna að hafa stjórn á hraða og bremsum. Dagleiðir eru um 15 - 20 km. 4 - 6 klst á dag með hádegis hvíldinni. Það er ekki farið hratt yfir, heldur er markmiðið að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð í góðum félagsskap.

TRÚSS
Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Að mestu leiti frábær einstigi.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
  • Langerma hjólapeysa
  • Þunn micro-flíspeysa innanundir
  • Þunn dún- eða primaloft úlpa
  • Gore-tex stakkur
  • Fjallahjólastuttbuxur
  • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
  • 2 aukapör sokkar úr ull
  • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
  • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
  • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
  • Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
  • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
  • Handklæði
  • Sundföt
  • Auka nærfatnaður
  • 2 pör af aukasokkum
  • Kósíföt og inniskór
  • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
  • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
  • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
  • Pumpur / demparapumpa
  • Fjölverkfæri fyrir hjól
  • Keðjuþvinga
  • Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
  • Dekkjaviðgerðarsett
  • Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
  • Keðjuhlekkir
  • Bremsuvökvi og blæðiset
  • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
  • Gjörð/dekk
  • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
TOP