HÚSAFELL: PRÍVAT DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI
MAGNAÐUR HJÓLAHRINGUR!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í þessari hjólaferð förum við magnaðan hring í Húsafelli, sem bæði býður uppá ótrúlega náttúrúfegurð og nægilega spennu til þess að gefa adrenalíninu örlítið lausan tauminn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreyttar en endurnærðar á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem húsfellsk náttúra býður upp á.
- LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ
- HÚSAFELL
- - Leggjum í hann kl. 9:00 frá Skeifunni 11b.
- - Hlöðum hjólum, fólki og farangri í og á faratækin og brunum af stað.
- - Keyrum í um 2 klukkutíma áleiðis í Húsafell.
- Gott er að útbúa listagott hádegisnesti kvöldið áður!
- - Byrjum að hjóla um hádegis bilið og verðum á rúntinum í ca. 3 klukkutíma.
- Þessi leið er sérstaklega útbúin með ykkur í huga. Engir virkilega tæknilegir erfiðleikar eru í leiðinni, en stundum þarf að fara af hjólinu og reiða yfir nokkra smá búta. Þurfum einnig að stikla ár en að öðru leiti er hún 98% hjólanleg.
- - Verðum búnar að hjóla um kl. 16 og förum þá beint í Kraumu sem býður okkar með heitt bað og ljúfa máltíð.
- - Kvöldmatur tilbúinn kl. 19:00.
- - Kvöldið er okkar og nóttin er ung! Komnar aftur til Reykjavíkur um miðnætti.
- KRAUMA
- UPPLÝSINGAR
- * Krauma eru náttúrlaugar við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Hann er vatnsmesti hver Evrópu og skýrt dæmi um þá ógnarorku sem býr í jörðinni, en kraumandi hverinn spúir upp um 180 lítrum af 100°C heitu vatni á sekúndu.
- HEIMASÍÐA KRAUMU
- Gott er að útbúa listagott hádegisnesti kvöldið áður!
- VERÐ
- 17.000 ISK
-
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- DAGSETNING
- 5 júní 2021
- HÓPASTÆRÐ
- 10 - 12 hjólarar
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk, farangur og hjól
- Fjallahjólaleiðsögumaður
- Létt snarl eftir ævintýrið
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og hjálmur
- Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
- Nesti
- Aðgangseyrir og kvöldmatur í Kraumu
- Tryggingar
- HÓPASTÆRÐ
- 10 - 12 hjólarar
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk, farangur og hjól
- Fjallahjólaleiðsögumaður
- Létt snarl eftir ævintýrið
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og hjálmur
- Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
- Nesti
- Aðgangseyrir og kvöldmatur í Kraumu
- Tryggingar
- SPURNINGAR?
- Endilega sendið mér línu eða bjallið ef það koma upp einhverjar spurningar.
- ERFIÐLEIKASTIG
- Stígar og vegir hannaðir með ykkur í huga. Engir tæknilegir erfiðleikar, en kannski farið aðeins út fyrir þægindarammann sem mun gera ykkur þægilega þreyttar en endurnærðar á sál og líkama .
- Hjólum um 12 km á 3 - 4 klukkustundum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Hjólum mosagróna slóða, þétta kindastíga og á malarvegum. Algjört ævintýri!
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi.
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
-
Við komum með:
- Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
- Keðjuolíu- og lása
- Pumpu / demparapumpu
- Lítið fjölverkfæri
- Auka slöngur
- Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
- Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
- Keðjuolíu- og lása
- Pumpu / demparapumpu
- Lítið fjölverkfæri
- Auka slöngur