Loksins er beint flug til Portúgal frá Íslandi. Við ætlum að nýta okkur það og bjóðum upp á tvær dagsetningar eina í lok október og aðra í byrjun nóvember, sem samkvæmt heimamönnum eru bestu tímar ársins fyrir fjallahjólreiðar.
Andesfjöllin; toppurinn á tilverunni! Ferð sem er morandi af masterpís hjólaleiðum, frægum fyrir bæði fjölbreytileika og flæði. Svæðið býr þar að auki yfir magnaðri menningarsögu og ólýsanlegri fjallasýn.
Cappadocia Þjóðgarður er staður upplifunar!
Einstök náttúruperla sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Leiðirnar sem tengja saman dalina í þjóðgarðinum eru fullkomnir fyrir fjallahjól.
Haustin eru frábært tími til þess að stunda fjallahjólreiðar á svæðunum Squamish, Whistler og Pemberton, sem verma ósjaldan toppsætin á listum yfir allra bestu fjallahjólasvæði í heimi!