LANDMANNAHELLIR: 2 HJÓLADAGAR

mtb iceland

ALGJÖRLEGA MÖGNUÐ FERÐ!

Landmannahellir í Dómadal á Fjallabaki hefur frá fornu fari verið viðkomustaður leitarmanna á Landmannaafrétti og á sér mikla og merkilega sögu. Nú síðustu ár hafa einnig ævintýraþyrstir fjallahjólarar sótt í þennan magnaða stað, umkringdum þéttum kindastígum sem nýtast fullkomlega sem hjólastígar.

Þessi ferð er sérstaklega skipulögð fyrir vana fjallahjólara. Fólk sem hefur áhuga á að upplifa tvo stórkostlega hjóladaga á fjöllum, er í líkamlega góðu formi og mætir með jákvæðni og opinn huga í farteskinu.


DAGUR 1
LANDMANNAHELLIR
Leggjum í hann snemma morguns frá Reykjavík og keyrum í rúman klukkutíma austur fyrir fjall. Stoppum í kaffi í sjoppunni á Vegamótum og förum yfir planið. Höldum svo áfram áleiðis norður inná Fjallabak. Við byrjum ferðina á að hjóla upp Dómadalshálsinn og hjólum um kindastígana allt í kring eins lengi og löngun og limir endast. Ferðin endar beint fyrir framan skálann okkar í Landmannahelli.
DAGUR 2
LANDMANNALAUGAR
Eftir morgunmat tekur við um klukkutíma keyrsla til Landmannalauga. Þetta svæði er algjörlega magnað og kjörið til fjallahjólreiða. Heill hellingur af stígum leiða okkur um fjallaskörð, yfr hraun og uppá hryggi. Endalausir möguleikar! Keyrt til Reykjavíkur í eftirmiðdaginn, eftir gott bað í heitu lauginni í Laugum.

2020
21 og 25 júlí
1, 6, 18, 21, 26 og 29 ágúst
1, 4, 8, 11 og 18 september

HÓPASTÆRÐ
6 - 8 manns


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
59.000 ISK
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
 • Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
 • Hádegisnesti báða dagana, 3ja rétta kvöldmatur á degi 1 og morgunmatur á degi 2
 • Snakk og orkustykki að vild
 • Gisting fjallaskála
 • Fjallaleiðsögumaður
 • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
 • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
 • Ferðatryggingar
 • Bús, gos og sælgæti

 

NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu og nánari upplýsingar koma tveimur vikum fyrir brottför.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Munum ekki verða fyrir vonbrigðum í þessum kafla ferðarinnar!
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í skálunum í Landmannahelli er til fyrirmyndar. Nóg pláss og vítt til veggja fyrir litla hópa.
Hádegismatur er næringarríkt og hollt nesti sem við gæðum okkur á þegar best hentar yfir daginn.
Við fáum líka með okkur aukaorkubari (þurra ávexti, hnetur, kex og súkkulaði).
* Ef það eru einhverjar séróskir í tengslum við aukaorku þá um að gera að taka slíkt með sér.

GISTING
Gistum eina nótt í svefnpokaplássi í upphituðum fjallaskála í Landmannahelli. Gerist ekki betra!

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir frekar vana fjallahjólara sem telja sig í góðu líkamlegu formi. Leiðirnar eru á köflum frekar tæknilegar og þörf er á því að vera með góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 15 -20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegishvíldinni.

TRÚSS
Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu einstigi landsins og þótt víðar væri leitað.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fulldempað fjallahjól, hjálmur og hjólaskór fyrir flata pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
 • Langerma hjólapeysa
 • Þunn micro-flíspeysa innanundir
 • Þunn dún- eða primaloft úlpa
 • Gore-tex stakkur
 • Fjallahjólastuttbuxur
 • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
 • 2 aukapör sokkar úr ull
 • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
 • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
 • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
 • Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
 • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
 • Svefnpoki
 • Handklæði
 • Sundföt
 • Auka nærfatnaður
 • 2 pör af aukasokkum
 • Kósíföt og inniskór
 • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
 • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
 • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
 • Pumpur / demparapumpa
 • Fjölverkfæri fyrir hjól
 • Keðjuþvinga
 • Slöngur (Ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
 • Dekkjaviðgerðarsett
 • Lítil bensli (plastbönd) / tesateip
 • Keðjuhlekkir
 • Bremsuvökvi og blæðiset
 • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
 • Gjörð/dekk
 • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól

TIL LEIGU
Fulldempuð fjallahjól, Specialize Stumpjumper SL eða svipuð, fyrir 15,000 kr í tvo daga.

single track madness iceland

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
single track madness video

VIDEÓ

Stutt myndband sem að var tekið saman úr samskonar ferð sumarið 2019. Gefur góða mynd af því sem koma skal.
single track madness iceland

BLAÐAGREIN

Þessi grein kom út á HAPPY RIDE.SE í Svíþjóð í september 2019 og fjallar um nákvæmlega þessa ferð. Hópur sænskra hjólara kom til Íslands síðasta sumar með ljósmyndaranum Frederic Schenholm. Þeir voru sáttir!
TOP