HJÓLAÐ SEGLUM ÞÖNDUM
SNÆFJALLASTRÖND – JÖKULFIRÐIR – ÖNUNDARFJÖRÐUR
5 HJÓLADAGAR
EINSTAKT FJALLAHJÓLAÆVINTÝRI Á EINSTÖKUM STAÐ
Svæðin norðan og sunnan Ísafjarðardjúps sem við heimsækjum í þessari ferð bjóða uppá endalausa möguleika á skemmtilegu hjólaævintýri um óspillta náttúru.
Bátur er að sjálfsögðu lang besta farartækið til þess að ferðast um á þessu svæði, en það er einmitt skútan Aurora sem verður heimili okkar og fararskjóti í þessari einstöku fjallahjólaferð. Sett verður niður akkeri á nýjum stað á hverjum degi og léttabátur sér um að koma okkur í land með hjólin.
Dagarnir eru skipulagðir með það í huga að hjóla eða sigla á milli staða en hafa líka nægan tíma til þess að slæpast og njóta útivistar. Júní og byrjun júlí er frábær tími, lítil trafík nema jú rebbi, einhverjir ernir og einstaka sjómaður á sveimi við bryggju.
- DAGUR 1
- HESTFJÖRÐUR
- Lagt af stað um hádegisbil frá bryggju á Ísafirði og siglt inní Seyðisfjörð. Þaðan verður hjólað yfir í Hestfjörð og eftir einstigum út fjörðinn að vestanverðu alla leið í Folafót. Þar tekur skútan á móti okkur og siglir yfir í eyjuna Vigur, sannkallaðari perlu í miðju Ísafjarðardjúpi. Förum í land og skoðum okkur um á eynni, þar sem að þúsundir sjófugla hafa valið sér aðsetur og nánast alltaf möguleiki á að sjá haförn eða fálka. Seinnipartinn siglum við aftur af stað og setjum niður akkeri við Snæfjallaströnd.
- DAGUR 2
- SNÆFJALLASTRÖND
- Farið í land einhvers staðar á Snæfjallaströnd. Byrjum á því að hjóla smá bút af frekar grónu einstigi meðfram ströndinni og inn í Unaðsdal. Þaðan tekur við frekar bratt en stutt klifur eftir malarvegi yfir Dalsheiðina yfir í Leirufjörð. Útsýnið á háheiðinni yfir Drangjökul og Jökulfirðina er einstakt.
- DAGUR 3
- GRUNNAVÍK
- Þetta er einn af allra bestu hjóladögunum. Gamal gróinn vegaslóðinn sem leiðir okkur eftir Höfðaströndinni og yfir í Grunnavík er eins og hannaður fyrir fjallahjólin. Við hjólum með strandlengjunni fram hjá eyðibýlum, yfir holt,hæðir og heiðar. Við endum daginn með því að ganga áleiðis upp gömlu póstleiðina, sem lá frá Sandeyri yfir Snæfjallaheiði til Grunnuvíkar, og bruna svo niður aftur þar sem að skútan bíður okkar.
- DAGUR 4
- SKÁLAVÍK
- Dagurinn byrjar á siglingu þvert yfir Ísafjarðardjúp yfir til Bolungarvíkur. Á leiðinni lítum við eftir höfrungum, hnýsum, hnúfubökum eða hrefnum. Hjólum frá Bolungarvík um Skálavíkurheiði í Skálavík. Léttur dagur með aðeins um 10 km áætlaðir hjólaleið. Alveg þess virði að dvelja aðeins í Skálavík sem fór í eyði árið 1964. Siglt inní Önundarfjörð um kvöldið og kíkt í land á Flateyri.
- DAGUR 5
- ÍSAFJÖRÐUR
- Siðasti hjóladagurinn er Breiðdalsheiðin, gamli þjóðvegurinn úr Önundarfirði yfir í Ísafjörð. Síðasti spottinn er leið sem er sérstaklega hönnuð sem fjallahjólaleið og endar beint niðrí bæ. Fullkominn endi á góðum túr. Nægur tími til þess að ná síðdegisflugi til Reykjavíkur fyrir þá sem vilja.
- 2020
- 1 - 5 júlí 2020
- HÓPASTÆRÐ
- 6 - 8 manns
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- VERÐ
- 249.000 ISK
-
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Skipstjóri og kokkur
- Fjallahjólaleiðsögn
- 4 nætur í kojum í svefnpoka í skútunni Auroru
- Fullt fæði í 5 daga, (líka nesti) frá hádegismat á degi 1 til hádegisverður á degi 5
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstu hjálpar búnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Ferðir til og frá Ísafirði
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- INNIFALIÐ
- Skipstjóri og kokkur
- Fjallahjólaleiðsögn
- 4 nætur í kojum í svefnpoka í skútunni Auroru
- Fullt fæði í 5 daga, (líka nesti) frá hádegismat á degi 1 til hádegisverður á degi 5
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstu hjálpar búnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Ferðir til og frá Ísafirði
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti