LANDMANNAHELLIR: PRIVAT

ALGJÖRLEGA MÖGNUÐ FERÐ!
Þessi ferð er samansett af 2 hjóladögum þar sem við hjólum (nánast) eingöngu á einstígum. Fjallahjólarar sem hafa ferðast með okkur hafa sett þessar leiðir á lista yfir bestu “single track” í heiminum.
Landmannahellir í Dómadal á Fjallabaki hefur frá fornu fari verið viðkomustaður leitarmanna á Landmannaafrétti og er þar af leiðandi umkringdum þéttum kindastígum sem reynast fullkomnir fjallahjólastígar. Landmannalaugar þarf líklega ekki að kynna neitt frekar, en þar er að finna endalausa möguleika af “single track” leiðum sem zikzakkast um dalinn. Þessar leiðir eru algjör masterpís og verða betri og þéttari með hverju árinu.
- DAGUR 1
- LANDMANNAHELLIR
- Leggjum í hann snemma morguns frá Reykjavík og keyrum í rúman klukkutíma austur fyrir fjall. Stoppum í kaffi í sjoppunni á Vegamótum og förum yfir planið. Keyrum svo áfram annan klukkutíma áleiðis norður inná Fjallabak. Við byrjum ferðina á að hjóla ca 5 km. á malarvegi. Síðan tekur við frábær leið upp Dómadalshálsinn og niður að Dómadalsvatni. Þar er komið niður á stíg sem leiðir okkur hálfhring í kring um vatnið. Seinni helmingur dagsins er klifur alla leið uppá Löðmund (sjá forsíðumynd). Klifrið er svo sannarlega niður leiðinnar virði, sem sú allra besta sem við þekkjum! Endum daginn beint fyrir framan skálann í Landmannahelli. Ef þetta er ekki nóg fyrir einhverja þá er alltaf hægt að taka aðra umferð eða eins lengi og löngun og limir endast.
- DAGUR 2
- LANDMANNALAUGAR
- Eftir morgunmat tekur við um klukkutíma keyrsla til Landmannalauga. Þetta svæði er algjörlega magnað og kjörið til fjallahjólreiða. Heill hellingur af stígum leiða okkur um fjallaskörð, yfr hraun og uppá hryggi. Endalausir möguleikar! Keyrt til Reykjavíkur í eftirmiðdaginn, eftir gott bað í heitu lauginni í Laugum.
- 2021
- Mögulegar dagsetningar: 5 - 6 júlí, 31 júlí - 1 ágúst, 30-31 ágúst.
- HÓPASTÆRÐ
- 5 hjólarar
- VERÐ
- 69.000 ISK
-
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
- Hádegisnesti báða dagana, 3ja rétta kvöldmatur á degi 1 og morgunmatur á degi 2
- Snakk og orkustykki að vild
- Gisting í eina nótt í svefnpokaplássi
- Rafmagns fjallahjól og hjálmur
- Fjallaleiðsögumaður
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
- Hádegisnesti báða dagana, 3ja rétta kvöldmatur á degi 1 og morgunmatur á degi 2
- Snakk og orkustykki að vild
- Gisting í eina nótt í svefnpokaplássi
- Rafmagns fjallahjól og hjálmur
- Fjallaleiðsögumaður
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu og nánari upplýsingar koma tveimur vikum fyrir brottför.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- MATUR
- Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í skálunum í Landmannahelli er til fyrirmyndar. Nóg pláss og vítt til veggja fyrir litla hópa.
- Hádegismatur er næringarríkt og hollt nesti sem við gæðum okkur á þegar best hentar yfir daginn.
- Við fáum líka með okkur aukaorkubari (þurra ávexti, hnetur, kex og súkkulaði).
- * Ef það eru einhverjar séróskir í tengslum við aukaorku þá um að gera að taka slíkt með sér.
- GISTING
- Gistum eina nótt í svefnpokaplássi í upphituðum fjallaskála með vatns salerni í Landmannahelli. Möguleiki á mjög primatif sturtum í sér húsi.
- ERFIÐLEIKASTIG
- Ferð fyrir fjallahjólara sem telja sig í góðu líkamlegu formi.
Leiðirnar eru á köflum frekar tæknilegar og þörf er á því að vera með góða hraða- og bremsutækni.
Dagleiðir eru um 15 -20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegishvíldinni.
- TRÚSS
- Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Flottustu einstigi landsins og þótt víðar væri leitað.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum en við ráðleggjum þér að athuga hvort að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fulldempað rafmagns fjallahjól og hjálm. Innifalið í ferðinni.
- í bakpoka
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Hjólaskór fyrir flata pedala
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
Á næturstað:
- Svefnpoki
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Hjólaskór fyrir flata pedala
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Svefnpoki
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- RAFMAGNSHJÓL
- Specialized Turbo Levo rafhjól innifalin í verðinu.
- Við erum með þessi frábæru rafmagnshjól til afnota í ferðunum okkar. Rafmagns hjól er fararskjóti sem gerir hverja ferð fullkomna. Erfiðar brekkur heyra sögunni til en niðurleiðin er jafn fjörug og áður.

