FJALLAHJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI 2025

ÆVINTÝRALEGAR HJÓLAFERÐIR!

Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.


DAGSFERÐIR

Ísland er stórkostlegt leiksvæði fyrir hjólaunnendur og úr miklu að moða fyrir alla sem hafa gaman af fjörlegum fjallahjólreiðum í einstöku umhverfi. Það er fátt sem að toppar dagsferð á fjallahjóli í náttúru Íslands!

LENGRI FERÐIR

Af nægu er að taka þegar velja á leiðir fyrir lengri fjallahjólaferðir á suðurlandinu. Hvort sem að þú vilt upplifa rólegar hjólaferðir þar sem náttúrufegurð er í algleymingi eða þeysa um torfærur og fjallavegi þá erum við með réttu ferðina.

SÉRSNIÐNAR FERÐIR

Við höfum fullt af hugmyndum að hjólaferðum fyrir vinnu-eða vinahópinn þinn. Í boði eru fjallahjólaferð um höfuðborgina, hjólaleiðir rétt utan við borgarmörkin, upp á hálendið eða í útlöndum. Allar okkar ferðir er hægt að aðlaga að styttri eða lengri óvissu-, ævintýra- og hópeflishjólaferðum og sérsníða að þínum óskum.

TOP