FJALLAHJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI 2025
ÆVINTÝRALEGAR HJÓLAFERÐIR!
Það er fátt sem toppar það að hjóla um í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd.
Í hjólaferðunum okkar er oftar en ekki farið örlítið út fyrir þægindarammann og adrenalíninu leyft að þyrlast um kroppinn. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð um fjöll, dali, hraun og allt það sem íslensk náttúra býður upp á.

MEIRA HÉR+
DAGSFERÐIR
Ísland er stórkostlegt leiksvæði fyrir hjólaunnendur og úr miklu að moða fyrir alla sem hafa gaman af fjörlegum fjallahjólreiðum í einstöku umhverfi. Það er fátt sem að toppar dagsferð á fjallahjóli í náttúru Íslands!

MEIRA HÉR+
LENGRI FERÐIR
Af nægu er að taka þegar velja á leiðir fyrir lengri fjallahjólaferðir á suðurlandinu. Hvort sem að þú vilt upplifa rólegar hjólaferðir þar sem náttúrufegurð er í algleymingi eða þeysa um torfærur og fjallavegi þá erum við með réttu ferðina.
