FJALLAHJÓLAROKK: KVENNAFERÐIR 2022

FJALLAHJÓLAFERÐIR FYRIR KONUR
FJALLAHJÓLAROKK eru sérhannaðar fjallahjólaferðir fyrir konur. Leiðarval og skipulagning eru útpæld og allt sett í sölurnar til þess að þið fáið sem mest út úr ævintýrinu. Þetta eru ferðir sem ýta jafnt byrjendum sem og vönum hjólurum örlítið út fyrir þægindarrammann, rétt passlega til þess að leyfa spennu- og gleðigenunum taka völdin.
Næturvakan annað hvort fram í rúmgóðum fjallaskálum, sjarmerandi gistiheimilum eða í eðal glamping tjöldum og ávallt nóg pláss fyrir gleði, glaum og geym.

MEIRA HÉR+
ÞÓRSMÖRK
2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Þórsmörk er ævintýraland fjallahjólarans. Þar er að finna urmul af góðum hjólaleiðum. Þessi ferð er upplagt tækifæri til þess að kynnast nokkrum af þeim bestu.
VERÐ: 58.000 ISK
DAGSETNINGAR: 16 - 18 júní 2022GISTING: Svefnpokagisting í Básum
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað verið að stunda fjallahjólreiðar

MEIRA HÉR+
BLANDA AF ÞVÍ BESTA Á SUÐURLANDI
3 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Blanda af bestu fjallahjólaleiðum Suðurlands. Við hjólum hina rómuðu Skógaheiði, frábæra leið við Vík í Mýrdal og endum síðan á því að fara hina mögnuðu leið frá Háafossi að Stöng í Þjórsárdal.
VERÐ: 65.000 ISK
DAGSETNINGAR: 1 - 3 júlí 2022GISTING: Lúxus glamping tjöld
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað stundað fjallahjólreiðar

MEIRA HÉR+
BISKUPSTUNGNA PARADÍSIN
2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Biskpustungur er lítið þekkt fjallahjólaparadís. Í þessari ferð fáum við að kynnast tveimur frábærum fjallahjólaleiðum sem eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Þessi ferð mun ekki valda neinum vonbrigðum!
VERÐ: 62.000 ISK
DAGSETNINGAR: 8 - 10 júlí 2022GISTING: Gistiheimili
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað stundað fjallahjólreiðar

MEIRA HÉR+
MYNDAALBÚMIÐ
Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.

MEIRA HÉR+
VÍDEÓ
Vídeó úr fyrsta FjallaHjólaRokkinu árið 2014. Mögnuð ferð þar sem stemmingin var alls ráðandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður og storm sem geysaði í stórum hluta ferðarinnar. Takið eftir hvað tískan hefur breyst á aðeins nokkrum árum!
