BRITISH COLUMBIA: FJALLAHJÓLAFERÐ

HEIMSKLASSA HJÓLALEIÐIR Á PRÓGRAMMINU
British Columbia svæðið í Kanada liggur með vestur- og suðurströnd að kyrrahafinu, fylkið Alberta liggur við austur hlutann og skipta svæðin hinum fræga Rocky Mountain fjallgarði á milli sín. Yukon Territory og Northwest Territories liggja við norður hlutann.
Mikið er um villta náttúru, ótrúlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf og andstæðurnar eru miklar hvað varðar landslag og veðurfar. Veturnir geta verið ótrúlega kaldir og sumrin eru heit og þurr.
Haustin eru frábært tími til þess að stunda fjallahjólreiðar á svæðunum Squamish, Whistler og Pemberton, sem verma ósjaldan toppsætin á listum yfir allra bestu fjallahjólasvæði í heimi!