VESTMANNAEYJAR
DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI

HJÓLAÐ UM HEIMAEY
Allir elska að heimsækja Vestmannaeyjar og ef þú kemur í hjólaferð um Heimaey, þá kolfellur þú líklegast fyrir þessum fallegu eyjum. Við bjóðum uppá virkilega flotta fjallahjólaferð sem er pökkuð af fullkomnum einstigum. Þeir liðast um Heimaeynna eins og snákur, í gegnum hraun, meðfram klettablettum og uppá fjallstoppa. Auk ólýsanlegrar fegurðar, hafa eyjarnar yfir að bera mikla sögu og menningu auk bestu veitingastaða landsins! Endum túrinn á síðbúnum hádegisverði á “Gott”.
Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.
- VERÐ
- 20.000 ISK
- HÓPASTÆRÐ
- 6 - 10 hjólarar.
- Við staðfestum brottför fyrir hverja ferð með minnst 6 einstaklingum.
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með hjól
- Fjallahjólaleiðsögumaður
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Ferðir til og frá hjólaleiðum (vegna covid-19, er nauðsynlegt að þátttakendur komi á einkabílum)
- Fjallahjól og hjálmur
- Ferðin með Herjólfi milli Landeyjarhafnar (kl. 10:45) og Vestmannaeyja (kl. 17:00)
- Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
- Nesti eða hádegisverður á Gott
- Tryggingar
- MÆTING
- Við byrjum ferðin kl. 11.30 á Vestmannaeyjarhöfn.
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu ásamt nánari upplýsingum.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- ERFIÐLEIKASTIG
- Fínt flæði í þessari leið. Hægt að velja á milli mjög einfaldra leiða fyrir byrjendur sem og torfærarari kafla með krefjandi hindrunum fyrir vant hjólafólk sem býr yfir góðri fjallahjólatækni.
- Hjólum um 15 - 20 km á 2 - 3 klst.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Hjólum mosagróna slóða, mjó einstigi, yfir hraunbreiður og á malarvegum. Algjört ævintýri!
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi.
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
-
Við komum með:
- Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
- Keðjuolíu- og lása
- Pumpu / demparapumpu
- Lítið fjölverkfæri
- Auka slöngur
- Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
- Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
- Keðjuolíu- og lása
- Pumpu / demparapumpu
- Lítið fjölverkfæri
- Auka slöngur
- TIL LEIGU
- Fulldempuð fjallahjól, Specialize Stumpjumper SL eða svipuð, fyrir 10,000 kr á dag.

MEIRA HÉR+
MYNDAALBÚMIÐ
Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.

MEIRA HÉR+
VÍDEÓ
Við eigum ekki vídeó um ferðina okkar í Vestmannaeyjum (ennþá). En þú getur kíkt á myndskeið úr öðrum ferðum hér.
