PORTÚGALSKA PARADÍSIN 2024
Hér er í boði einstök hjólaferð til Portúgal með smá surf tvisti. Heimili okkar í þessari ferð er bærinn Sintra, staðsettur við strönd Atlantshafsins í innan við klukkutíma akstri frá Lissabon. Bærinn eins og hann leggur sig fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1995 fyrir menningarlegt og sögulegt gildi sem spannar yfir 2000 ár, eða allt frá tímum rómverska keisaradæmisins.
Hjólaðar verða fjölbreyttar, flæðandi leiðir í 5 daga, sem liggja í gegnum skógivaxnar hlíðar og falleg fjallaþorp, meðfram magnaðri strandlengjunni og fornum byggingar listarverkum. Einn frídagur er í boði þar sem valið liggur á milli þess að læra að surfa, fara í strandblak og sólbað eða skoða einhver af hinum margrómuðu menningar verðmætum staðarins sem meðal annars innihalda höll frá miðöldum.
Þetta er frábær ferð með sterka áherslu á að hjóla mikið en gefa sér jafnfram góðan tíma í upplifanir og önnur ævintýri!
- DAGUR 1
-
FLUG ÍSLAND - PORTÚGAL
Brottför frá Íslandi seinnipartinn með beinu flugi til Lissabon. Við lendum Kl. 19:55 og keyrum beint til Sintra þar sem bíður okkar dásemdar kvöldverður.
- DAGUR 2
-
FYRSTI HJÓLADAGURINN
Eftir kjarngóðan morgunmat og stuttan fund með leiðsögumönnum, eru hjólin sett saman og/eða leiguhjólin sótt. Svæðið er morandi af mögnuðum hjólaleiðum. Fyrsti dagurinn fer í stuttan túr á frábærum "flowy" skógarstígum sem verður fullkomin upphitun, fyrir það sem koma skal í vikunni.
- DAGAR 3 og 4
-
HJÓLAÐ Í NÁGRENNI SINTRA
Við byrjum dagana á skutli upp í fjöllin og hjólum niður nokkrar af vinsælustu leiðum svæðisins sem liggja um skógarvaxnar hlíðar og gyllta strandlengjuna. Leiðir okkar liggja líka í gegn um afskekkt þorp þar sem við minglum okkur saman við heimamenn og drekkum í okkur portúgalska menningu. Endum mögulega túrinn á því að hjóla beint á ströndina.
- DAGUR 5
- SURF & STRÖND
Þennan dag hvílum við hjólin og veljum á milli þess að taka surf námskeið (ef aðstæður leyfa), fara í strandblak og sólbað eða skoða okkur um á svæðinu. Af nægju er að taka.
- DAGUR 6
- KVEÐJUM SINTRA
Við hjólum niður nokkrar leiðir sem við höfum mögulega hjólað áður í vikunni og eru í uppáhaldi fyrir hina fullkomnu blöndu af flæði, tækni og stórkostlegu landslagi. Tríó sem vekur upp stjórnlausa gleði í hjarta allra fjallahjólara!
- DAGUR 7
- MONSANTO FOREST PARK
Frjáls tími fram að hádegi og síðan keyrt til Lissabon. Tékkað inná hótelið áður en við höldum af stað í síðasta hjólatúrinn í Monsanto skóginum sem liggur við bæjarmörkin (eins konar Öskjuhlíð Lissabonar). Fullt af frábærum leiðum, blandaðar rótarköflum, mjúkum moldarstígum og léttum droppum. Fullkominn endir á frábærum túr. Ef að þú vilt sleppa því að hjóla þennan dag, þá er það líka mögulegt. Erum komin nægilega snemma aftur á hótelið til þess að sjæna okkur fyrir kvöldverðinn, sem verður á einhverjum góðum stað í hjarta miðbæjarins.
- DAGUR 8
- DAGUR Í LISSABON OG FLUG PORTÚGAL - ÍSLAND
Frjáls dagur í Lissabon. Transfer á flugvöllinn og beint flug til Íslands. Lent í Keflavík rétt eftir miðætti.
- DAGSETNINGAR
- 04 - 11 octóber 2024
- VERÐ
- 289.000 ISK (25% staðfestingargjald)
- HÓPUR
- 8 - 14 manns
- INNIFALIÐ
- Flug frá og til Keflavík - Lissabon
- Transfer frá og til Humberto Delgado Airport í Lissabon
- Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
- Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku
- Íslenskur leiðsögumaður
- Drykkjarvatn að vild
- Allur morgunmatur
- 6 nætur á gistiheimili í Sintra
- 1 nótt á hóteli í miðborg Lissabon
- Viðgerðastandur og verkfæri
- Nauðsynlegustu “first aid” græjur
- EKKI INNIFALIÐ
- Nauðsynlegar ferðatryggingar
- Allir hádegis- og kvöldverðir
- Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
- LEIGUHJÓLIN
- Full-suspension fjallahjóli kostar 7.500 ISK (50 €) á dag og full-suspension rafmagnshjól kostar 8.800 ISK (60 €) á dag.
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- VERÐ
- 289.000 ISK (25% staðfestingargjald)
- HÓPUR
- 8 - 14 manns
- INNIFALIÐ
- Flug frá og til Keflavík - Lissabon
- Transfer frá og til Humberto Delgado Airport í Lissabon
- Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
- Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku
- Íslenskur leiðsögumaður
- Drykkjarvatn að vild
- Allur morgunmatur
- 6 nætur á gistiheimili í Sintra
- 1 nótt á hóteli í miðborg Lissabon
- Viðgerðastandur og verkfæri
- Nauðsynlegustu “first aid” græjur
- EKKI INNIFALIÐ
- Nauðsynlegar ferðatryggingar
- Allir hádegis- og kvöldverðir
- Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)
- LEIGUHJÓLIN
- Full-suspension fjallahjóli kostar 7.500 ISK (50 €) á dag og full-suspension rafmagnshjól kostar 8.800 ISK (60 €) á dag.
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn ef og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- Flug frá og til Keflavík - Lissabon
- Transfer frá og til Humberto Delgado Airport í Lissabon
- Allt nauðsynlegt skutl með fólk og hjól
- Lókal fjallahjóla leiðsögumaður sem talar góða ensku
- Íslenskur leiðsögumaður
- Drykkjarvatn að vild
- Allur morgunmatur
- 6 nætur á gistiheimili í Sintra
- 1 nótt á hóteli í miðborg Lissabon
- Viðgerðastandur og verkfæri
- Nauðsynlegustu “first aid” græjur
- Nauðsynlegar ferðatryggingar
- Allir hádegis- og kvöldverðir
- Gos drykkir, bús og auka persónulegt snakk
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð (listinn kemur síðar)