PORTÚGALSKA PARADÍSIN 2025

Hér er í boði einstök hjólaferð til Portúgal með smá surf tvisti. Heimili okkar í þessari ferð er bærinn Sintra, staðsettur við strönd Atlantshafsins í innan við klukkutíma akstri frá Lissabon. Bærinn eins og hann leggur sig fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1995 fyrir menningarlegt og sögulegt gildi sem spannar yfir 2000 ár, eða allt frá tímum rómverska keisaradæmisins.
Hjólaðar verða fjölbreyttar, flæðandi leiðir í 5 daga, sem liggja í gegnum skógivaxnar hlíðar og falleg fjallaþorp, meðfram magnaðri strandlengjunni og fornum byggingar listarverkum. Einn frídagur er í boði þar sem valið liggur á milli þess að læra að surfa, fara í strandblak og sólbað eða skoða einhver af hinum margrómuðu menningar verðmætum staðarins sem meðal annars innihalda höll frá miðöldum.
Þetta er frábær ferð með sterka áherslu á að hjóla mikið en gefa sér jafnfram góðan tíma í upplifanir og önnur ævintýri!