RAFMAGNAÐ FJALLAHJÓLAROKK!
Í þessari ferð verður boðið upp á tvo hringi á mjög skemmtilegum fjallvegum. Fyrri daginn er hjólað áleiðis upp Heklu hringinn í kring um Krakatind og þaðað niður á Dómadalsleið. Seinni daginn hjólum við upp Hlöðuvallaveg og áfram norður að Högnhöfða, þaðan niður frábæran slóða sem endar í Úthlíð. Þær gerast varla betri hjólaleiðirnar!
ATHUGIÐ AÐ ÞESSI FERÐ ER EINGÖNGU FYRIR RAFMAGNSHJÓL
- DAGUR 1
- MINNI-VELLIR
- Mæting í Sörlaskeið kl. 16:00 og brottför ekki seinna en kl. 17:00. Keyrum á Mathöll Selfoss þar sem við minglum yfir kvöldverði. Leggjum síðan í hann aftur og verðum komnar ekki mikið seinna en um 21:00 á gististað. Komum okkur fyrir og undirbúum morgundaginn áður en farið er í háttinn.
- DAGUR 2
- HEKLA
- Brottför á bíl að upphafspunktinum á Dómadalsleiðinni. Við byrjum á ansi góðu klifri áleiðis upp að Heklu en auðvelt verkefni á rafmagnshjóli. Ef veður leyfir fáum við magnað útsýni eins langt og augað eygir yfir nærliggjandi sveitir og hraunbreiður. Leiðin liggur áfram meðfram jaðri mosavaxins hrauns og svartrar eldfjalla auðnir sem vekja upp þá tilfinningu að vera „týndur í óbyggðum“.Engar stórar ár á leiðinni, en getur verið eitthvað um smálæki.
Vegalengd um 40 km.
- DAGUR 3
- EMSTRUR
- Eftir morgunmat tekur við um klukkutíma keyrsla að Hlöðuvöllum. Við byrjum á því að hjóla upp Hlöðuvallaveg alla leið að Högnhöfða. Þaðan tekur við einstaklega skemmtilegur moldarvegur sem breytist annað kastið í einstigi niður að Úthlíð. Hjólum síðan til baka að bílnum meðfram Efstadalsfjalli. Ef tími leyfir er mögulegt að enda daginn í Fontana.
Vegalengd um 50 km.
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
- 2025
- 12 - 14 september
- HÓPASTÆRÐ
- 15 - 20 konur
- VERÐ
- 89.000 ISK (25% staðfestingar gjald)
ATH að það þarf að fara alla leið í greiðsluferlinu áður en kemur að því að velja að greiða fullt gjald eða staðfestingargjald.
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x1, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í svefnpokaplássi í fjallaskálum
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Rafmagnsfjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Kvöldmatur á Selfossi
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur að Fontana Laugarvatni
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- VERÐ
- 89.000 ISK (25% staðfestingar gjald)
ATH að það þarf að fara alla leið í greiðsluferlinu áður en kemur að því að velja að greiða fullt gjald eða staðfestingargjald.
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x1, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í svefnpokaplássi í fjallaskálum
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Rafmagnsfjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Kvöldmatur á Selfossi
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur að Fontana Laugarvatni
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- INNIFALIÐ
- Kvöldmatur x1, morgunmatur x2
- Flutningur á fólki og hjólum til og frá Reykjavík
- Gisting í tvær nætur í svefnpokaplássi í fjallaskálum
- Fjallahjólaleiðsögn
- Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Rafmagnsfjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Kvöldmatur á Selfossi
- Hádegisnesti og miðdegis snakk
- Aðgangur að Fontana Laugarvatni
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- NÆSTU SKREF
- Þegar þú hefur greitt staðfestingargjaldið fyrir ferðina færðu senda kvittun fyrir greiðslunni. Nánari upplýsingar koma síðan nokkrum vikum fyrir brottför.
- SPURNINGAR?
- Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- MATUR
- Morgun- og kvöldmatur verður útbúinn af leiðsögumönnum og staffi Bike Company.
Þið takið með ykkur hádegisnesti sem þið útbúið í skálunum um morguninn.
- Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.
- GISTING
- Fjallaskálarnir Landmannahellir og Hungurfit. Rúmgóðir, snyrtilegir og þægilegir. Fullkomlega staðsett fyrir leiðirnar sem verða farnar í þessari ferð.
- ERFIÐLEIKASTIG
- Ferð fyrir nokkuð vanar fjallahjólakonur sem telja sig nokkuð vel á sig komnar líkamlega. Leiðirnar eru ekki tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 20 -40 km. 6 - 7 klst hvorn dag með hádegis hvíldinni.
- TRÚSS
- Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót fer með trússbílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Að mestu leiti frábærir fjallvegir.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Rafmagnsfjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.
- í bakpoka
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól

MEIRA HÉR +
GISTING OG MATUR
Gistum báðar næturnar á Minnivöllum í Landsveit sem er þægilegt og fallegt sveitahús. Það er staðsett í friðsælu umhverfi með fallegu útsýni. Við gistum út um allt hús í svefnpokaplássi og morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni.

MEIRA HÉR+
VÍDEÓ
Vídeó úr fyrsta FjallaHjólaRokkinu árið 2014. Mögnuð ferð þar sem stemmingin var alls ráðandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður og storm sem geysaði í stórum hluta ferðarinnar. Takið eftir hvað tískan hefur breyst á aðeins nokkrum árum!
