PERÚ: FJALLAHJÓLAFERÐ 2026

ANDESFJÖLLIN; TOPPURINN Á TILVERUNNI!
Cusco héraðið í Perú hefur lengi verið þekkt fyrir bestu fjallahjólaleiðir í heimi! Í þessari ferð er boðið uppá 6 daga af masterpís hjólaleiðum, sem að eru frægar fyrir bæði fjölbreytileika og flæði. Við hjólum fram hjá afskekktum þorpum og endalausum ökrum, hittum lamadýr á hverju horni og kynnumst lífsháttum innfæddra. Svæðið býr þar að auki yfir magnaðri menningarsögu og stórfenglegri fjallasýn Andes-fjalla. Hjólaðar verða þjóðleiðir í hinum heilaga dal „The Sacred Valley“ sem staðsettur er í rúmlega 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli fyrir ofan borgina „Cusco“ í samnefndu héraði.
Hvílum hjólin í einn dag í miðri ferð og heimsækjum hinar frægu rústir „Machu Picchu“ borgar og drekkum um leið í okkur aldagamla menningu Inkana.