FJALLABAK
RAFMÖGNUÐ DAGSFERÐ

HJÓLADAGUR AÐ FJALLABAKI ER ÓGLEYMANLEGT ÆVINTÝRI!
Friðlandið Fjallabak með sinni mögnuðu náttúrufegurð er fullkomið leiksvæði fyrir bæði hefðbundin fjallahjól og rafmagnshjól.
Hægt er að velja á milli ferða þar sem að við hjólum mest á þéttum og skemmtilegum fjallvegum sem eru tiltölulega auðveldir og hraðir yfirferðar með hressilega passlegri blöndu af einstígum eða trylltum “single track” degi.
Hentar öllum hjólurum sem eru tilbúnir til þess að láta ýta sér létt yfir þægindarammann og upplifa ævintýri eins og þau gerast allra best.Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.