VESTMANNAEYJAR
DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI

HJÓLAÐ UM HEIMAEY
Allir elska að heimsækja Vestmannaeyjar og ef þú kemur í hjólaferð um Heimaey, þá kolfellur þú líklegast fyrir þessum fallegu eyjum. Við bjóðum uppá virkilega flotta fjallahjólaferð sem er pökkuð af fullkomnum einstigum. Þeir liðast um Heimaeynna eins og snákur, í gegnum hraun, meðfram klettablettum og uppá fjallstoppa. Auk ólýsanlegrar fegurðar, hafa eyjarnar yfir að bera mikla sögu og menningu auk bestu veitingastaða landsins! Endum túrinn á síðbúnum hádegisverði á “Gott”.
Hver og ein ferð er skipulögð og hjóluð í samræmi við vilja hópsins, veður og vind.