SYÐRA-FJALLABAK: 2 HJÓLADAGAR

HJÓLAFERÐ Á FJALLABAKI EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR!
Á Syðra-Fjallabaki er einstök náttúrufegurð og hentar svæðið mjög vel til fjallahjólreiða. Við byrjum ferðina í Hungurfit, hjólum fjallvegi niður í Krók, þaðan á einstigum í Torfahlaup og niður í Álftavatn. Höldum svo áfram Laugarveginn fram hjá Hvanngili og aftur í Emstrur. Seinni daginn hjólum við frá Emstrum og niður í Þórsmörk, sem er seinasti parturinn af Laugarveginum og ein allra skemmtilegasta fjallahjólaleið sem til er.
Stærsti hluti leiðarinnar er á þéttum og skemmtilegum stígum sem eru tiltölulega auðveldir og hraðir yfirferðar með hressilega passlegu mixi af grófum, örlítið tæknilegri einstígum. Trússbíll sér um að koma dótinu okkar á milli skálana á meðan við njótum þess að hjóla.