HAMINGJUSTÍGARNIR VIÐ HEKLU
“LJÓSMYNDIR ÚR FERÐUM 2021”
Haustið 2021 fundum við nýja stórkostlega stíga við suðurjaðar Heklu þar sem náttúrufegurðin er mögnuð og friðurinn fullkominn. Þarna hafa bændur og búalið, í áranna rás, skilið eftir sig þétt
net vegslóða í hrauninu og á nálægum svæðum sem eru eins og hannaðir fyrir rafmagnshjól.
Þessar leiðir eru auðveldar yfirferðar, passlega krefjandi og henta öllum hjólurum sem vilja upplifa ævintýri eins og þau gerast allra best.
Þetta eru nýju uppáhalds hjólastígarnir okkar sem klikka aldrei, hvernig sem viðrar!