HAMINGJUSTÍGARNIR VIÐ HEKLU
1 hjóladagur / 1 nótt á hóteli
ÆVINTÝRALEG FERÐ Á RAFMAGNSHJÓLI
Það er fátt sem toppar hjólatúr á rafmagnshjóli í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd. Pálssteinshraun er við suðurjaðar Heklu þar sem náttúrufegurðin er mögnuð og friðurinn fullkominn. Í áranna rás hafa bændur og búalið skilið eftir sig þétt net vegslóða í hrauninu og á nálægum svæðum sem eru eins og hannaðir fyrir rafmagnshjól.
Þessar leiðir eru auðveldar yfirferðar, passlega krefjandi og ættu að henta öllum hjólurum sem vilja upplifa ævintýri eins og þau gerast allra best.
- VERÐ
- 29.000 ISK
-
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað (líka hægt að mæta á einkabíl)
- 1 nótt í tvíbýli með prívat baði á Hótel Læk
- 1 x morgunmatur
- Fjallaleiðsögn
- Persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Nesti, snakk og gos
- Rafmagns fjallahjól (hægt að leigja hjól fyrir þessa ferð á 9.000 kr)
- Kvöldmatur og drykkir
- Ferðatryggingar
SPURNINGAR? Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað (líka hægt að mæta á einkabíl)
- 1 nótt í tvíbýli með prívat baði á Hótel Læk
- 1 x morgunmatur
- Fjallaleiðsögn
- Persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Nesti, snakk og gos
- Rafmagns fjallahjól (hægt að leigja hjól fyrir þessa ferð á 9.000 kr)
- Kvöldmatur og drykkir
- Ferðatryggingar
- DAGUR 1
- Mæting kl.11:30 á Hótel Læk. Það tekur um 1,5 klst að komast á staðinn.
Hægt er að velja á milli þess að mæta í
einkabílum eða fá far frá Reykjavík með leiðsögumanni.
Við byrjum að hjóla um kl. 12:00 og verðum á rúntinum í ca. 3 - 4 klukkutíma.
Muna eftir að taka með sér listagott hádegisnesti!
Komin til baka á hótelið um kl. 16:00, tékkum inn og sjænum okkur eftir túrinn.
Heitur pottur á svæðinu og barinn opinn.
Kvöldmatur er framreiddur á hótelinu kl. 19:00.
Kvöldið er okkar og nóttin er ung!
- DAGUR 2
- Morgunmatur á hótel Læk á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Tékkað út og haldið heim á leið.
Hægt er að velja á milli þess að mæta í einkabílum eða fá far frá Reykjavík með leiðsögumanni.
Við byrjum að hjóla um kl. 12:00 og verðum á rúntinum í ca. 3 - 4 klukkutíma.
Muna eftir að taka með sér listagott hádegisnesti!
Komin til baka á hótelið um kl. 16:00, tékkum inn og sjænum okkur eftir túrinn. Heitur pottur á svæðinu og barinn opinn.
Kvöldmatur er framreiddur á hótelinu kl. 19:00. Kvöldið er okkar og nóttin er ung!
- 2022
- Frá 1. maí - 30 september 2022
- Fyrir nánari upplýsingar um dagsetningar, sendið okkur fyrirspurn á info@bikecompany.is
- HÓPASTÆRÐ
- 6 - 12 manns
- SÉRHÓPAR!
- Við skipuleggjum þessa ferð eingöngu fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- ERFIÐLEIKASTIG
- Þessi leið er valin með byrjendur í huga en hentar einnig vel fyrir lengra komna.
Leiðirnar eru ekki mjög tæknilegar en þó er þörf á því að hafa einhverja stjórn á hraða og bremsum.
Leiðin eru um 30-40 km. 3 - 4 klst í heildina með hádegishvíldinni.
Það er bæði mögulegt að droppa fyrr út úr leiðinni eða bæta við hana. Markmiðið er að koma heim þægilega þreytt en endurnærð á sál og líkama eftir ógleymanlega ferð í góðum félagsskap.
- TRÚSS
- Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Flottustu fjallvegir landsins og þótt víðar væri leitað með smá tvisti af einstigum inná milli. Gætum stundum lent í smá grjóti á leiðunum eða öðrum slíkum ævintýrum.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- FATNAÐURINN
- Við erum að ferðast á heiði og því allra veðra von og venjulega einhverjum gráðum kaldara
á þessum árstíma en yfir hásumarið. Best er að vera í ullarfatnaði alveg inn að skinni og
klæðast þægilegum millifatnaði úr ullar- eða fleesefni á efri hluta búksins. Okkur hitnar við að
hjóla og því eru stuttbuxur eða leggings ásamt púðabuxum hentugasti klæðnaðurinn fyrir
neðri hlutann. En okkur kólnar hratt ef þarf að stoppa til viðgerða eða hvíldar og því er mikilvægt að hafa vandaðan hlífðarjakka með í bakpokanum.
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt góðu nesti, orkustykki og/eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
- Þykkir fingravettlingar, ullarsokkar, góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passa að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Aukaföt fyrir kvöldið og daginn eftir, snyrtidót og sundföt.
- HJÁLMURINN
- Eini sérhæfði skylduútbúnaðurinn í þessari ferð er hjálmur. Mikilvægt er að vera með “góðan”
fjallahjólahjálm sem að passar vel á þig. Við eigum nokkra hjálma sem við getum lánað ef
óskað er eftir því.
- PAKPOKINN
- Það er gott að vera með bakbrynju eða bakpoka með innbyggðri brynju. Ef þú átt ekki slíkan
grip reyndu að fá hann lánaðan eða verslaðu hann fyrir ferðina. Ef þú átt ekki slíkt, þá er það
ekki nauðsynlegt fyrir þessa ferð, þótt við mælum þó alltaf með slíku.
- VERJUR
- Hné- og olbogahlífar eru val hvers og eins. Í þessari ferð er ekki verið að fara neinar tæknilega krefjandi “downhill” leiðir. Það eru nokkrar mjög stuttar brekkur í leiðinni sem eru með grófu, lausu undirlagi sem við hjólum niður. Mikilvægt er að halda ávallt einbeittri athygli, hver með sínum hraða þegar hjólað er niður brekkur.
- HJÓLIÐ
- Ef þið komið með ykkar eigið hjól þá þarf það að vera í góðu standi eða nýlega yfirfarið ásamt hjálmi og nauðsynlegum varahlutum (keðjulás, slöngu, etc...)
- Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt góðu nesti, orkustykki og/eða súkkulaði
- Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
- Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði
- Þykkir fingravettlingar, ullarsokkar, góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
- Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passa að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
- Aukaföt fyrir kvöldið og daginn eftir, snyrtidót og sundföt.