Þessi ferð er samansett af 2 hjóladögum þar sem við hjólum (nánast) eingöngu á einstígum. Fjallahjólarar sem hafa ferðast með okkur hafa sett þessar leiðir á lista yfir bestu “single track” í heiminum.
Landmannahellir í Dómadal á Fjallabaki hefur frá fornu fari verið viðkomustaður leitarmanna á Landmannaafrétti og er þar af leiðandi umkringdum þéttum kindastígum sem reynast fullkomnir fjallahjólastígar. Landmannalaugar þarf líklega ekki að kynna neitt frekar, en þar er að finna endalausa möguleika af “single track” leiðum sem zikzakkast um dalinn. Þessar leiðir eru algjör masterpís og verða betri og þéttari með hverju árinu.
ATHUGIÐ AÐ ÞESSI FERÐ ER EINGÖNGU FYRIR “VENJULEG” FJALLAHJÓL
Mæting í Sörlaskeið kl. 16:00 og brottför ekki seinna en kl. 17:00. Keyrum á Mathöll Selfoss þar sem við minglum yfir kvöldverði. Leggjum síðan í hann aftur og verðum komnar ekki mikið seinna en um 21:00 á gististað. Komum okkur fyrir í skálanum og undirbúum okkur fyrir ævintýri morgundagsins. Vegalengd um 20 km.
DAGUR 2
LANDMANNALAUGAR
Eftir morgunmat tekur við um klukkutíma keyrsla til Landmannalaugar. Þetta svæði er algjörlega magnað og kjörið til fjallahjólreiða. Heill hellingur af stígum leiða okkur um fjallaskörð, yfr hraun og uppá hryggi. Endalausir möguleikar! Keyrt aftur í Landmannahelli í eftirmiðdaginn, eftir gott bað í heitu lauginni í Laugum. Vegalengd um 20 km.
DAGUR 3
LANDMANNHELLIR
Ræs og dýrindis morgunmatur. Við byrjum að hjóla beint frá skálanum í ca 5 km. á malarvegi. Síðan tekur við frábær leið upp Dómadalshálsinn og niður að Dómadalsvatni. Þar er komið niður á stíg sem leiðir okkur hálfhring í kring um vatnið. Seinni helmingur dagsins er klifur alla leið uppá Löðmund. Klifrið er svo sannarlega niður leiðinnar virði, sem er ein sú allra besta sem við þekkjum! Endum daginn beint fyrir framan skálann í Landmannahelli. Keyrt heim á leið í eftirmiðdaginn.
Birt með fyrirvara um einhverjar lítilsháttar breytingar
2025
26 - 28 júlí
HÓPASTÆRÐ
10 - 20 hjólarar
VERÐ
89.000 ISK (25% staðfestingar gjald)
ATH að það þarf að fara alla leið í greiðsluferlinu áður en kemur að því að velja að greiða fullt gjald eða staðfestingargjald.
INNIFALIÐ
Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
3ja rétta kvöldmatur á degi 2 og morgunmatur á degi 2 og 3
Snakk og orkustykki að vild
Gisting í tvær nætur í svefnpokaplássi
Fjallaleiðsögumaður
Nauðsynleg öryggistæki og fyrstu hjálpar búnaður
EKKI INNIFALIÐ
Kvöldmatur á leiðinni á degi 1
Hádegisnestið báða dagana
Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
Ferðatryggingar
Bús, gos og sælgæti
NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu og nánari upplýsingar koma tveimur vikum fyrir brottför.
SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
MATUR
Munum ekki verða fyrir vonbrigðum í þessum kafla ferðarinnar!
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í skálunum í Landmannahelli er til fyrirmyndar. Nóg pláss og vítt til veggja fyrir bæði litla og stóra hópa.
Hádegismatur er næringarríkt og hollt nesti sem að þið mætið með sjálf og við gæðum okkur á þegar best hentar yfir daginn.
Við fáum líka með okkur aukaorkubari (þurra ávexti, hnetur, kex og súkkulaði).
* Ef það eru einhverjar séróskir í tengslum við aukaorku þá um að gera að taka slíkt með sér.
GISTING
Gistum tvær nætur í svefnpokaplássi í upphituðum fjallaskála í Landmannahelli. Sturtur og vatnsklósett á staðnum. Gerist ekki betra!
ERFIÐLEIKASTIG
Ferð fyrir fjallahjólara sem telja sig í góðu líkamlegu formi.
Leiðirnar eru á köflum frekar tæknilegar og þörf er á því að vera með góða hraða- og bremsutækni.
Dagleiðir eru um 15 -20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegishvíldinni.
TRÚSS
Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu einstigi landsins og þótt víðar væri leitað.
TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
ÚTBÚNAÐARLISTI
Fulldempað fjallahjól, hjálmur og hjólaskór fyrir flata pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.
í bakpoka
Langerma hjólapeysa
Þunn micro-flíspeysa innanundir
Þunn dún- eða primaloft úlpa
Gore-tex stakkur
Fjallahjólastuttbuxur
Púðabuxur (stuttar eða síðar)
2 aukapör sokkar úr ull
Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
Sólgleraugu og sólvarnarkrem
Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Stutt myndband sem að var tekið saman úr samskonar ferð sumarið 2019. Gefur góða mynd af því sem koma skal.
BLAÐAGREIN
Þessi grein kom út á HAPPY RIDE.SE í Svíþjóð í september 2019 og fjallar um nákvæmlega þessa ferð. Hópur sænskra hjólara kom til Íslands með ljósmyndaranum Frederic Schenholm. Þeir voru sáttir!