RAFMÖGNUÐ HAMINGJA VIÐ HEKLU
2 HJÓLADAGAR/1 NÓTT Í SVEITAGISTINGU
FERÐ SEM LIFIR LENGI Í MINNINGUNNI!
Að prófa að hjóla um fallega landið okkar í fyrsta skiptið á ævinni, er einstök upplifun sem að ekki er hægt að lýsa með orðum og sem lifir lengi í minningunni. Órökstudd og óvísindalega staðreynd sem er niðurstaða margra ára reynslu í hjólaferðaleiðsögn um Ísland.
Þessi ferð er sérstaklega skipulögð með byrjendur í huga. Fyrir fólk sem hefur áhuga á að prófa að hjóla á fjöllum, er nokkuð vel á sig komið líkamlega og mætir með jákvæðni og opinn huga í farteskinu.