Á MILLI FJALLS OG FJÖRU: 2 HJÓLADAGAR
FERÐ SEM LIFIR LENGI Í MINNINGUNNI!
Að prófa að hjóla um fallega landið okkar í fyrsta skiptið á ævinni, er einstök upplifun sem að ekki er hægt að lýsa með orðum og sem lifir lengi í minningunni. Órökstudd og óvísindalega staðreynd sem er niðurstaða margra ára reynslu í hjólaferðaleiðsögn um Ísland.
Þessi ferð er sérstaklega skipulögð með byrjendur í huga. Fyrir fólk sem hefur áhuga á að prófa að hjóla á fjöllum, er nokkuð vel á sig komið líkamlega og mætir með jákvæðni og opinn huga í farteskinu.
- VERÐ
- 58.000 ISK
-
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
- Hádegisnesti báða dagana, 3ja rétta kvöldmatur á degi 1 og morgunmatur á degi 2
- Snakk og orkustykki að vild
- Gisting í tveggja manna lúxus glamping tjöldum í uppábúnum rúmum
- Fjallaleiðsögumaður
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
SPURNINGAR? Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is
- INNIFALIÐ
- Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
- Hádegisnesti báða dagana, 3ja rétta kvöldmatur á degi 1 og morgunmatur á degi 2
- Snakk og orkustykki að vild
- Gisting í tveggja manna lúxus glamping tjöldum í uppábúnum rúmum
- Fjallaleiðsögumaður
- Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
- EKKI INNIFALIÐ
- Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
- Ferðatryggingar
- Bús, gos og sælgæti
- DAGUR 1
- EYJAFJALLAJÖKULL
- Leggjum í hann snemma morguns frá Reykjavík og keyrum í rúman klukkutíma austur fyrir fjall. Stoppum í kaffi á leiðinni og förum yfir planið. Höldum svo áfram áleiðis austur að Seljalandsfossi þar sem við undirbúum hjólin og okkur sjálf. Þegar allir eru tilbúnir byrjum við túrinn á að hjóla malarveginn upp á Hamragarðaheiði áleiðis í átt að Eyjafjallajökli. Þetta er ansi gott klifur en verkefni sem allir ráða við sem að hafa viljann. Við hjólum síðan um heiðar Vestur-Eyjafjalla með magnað útsýni eins langt og augað eygir yfir nærliggjandi sveitir og sæ. Kikkið sem kemur út úr því að hjóla niður fjallið er svo sannarlega klifursins virði. Ferðin endar við Gljúfrabúa þar sem að bíllinn bíður til þess að flytja okkur á næsturstað beint í veglega 3ja rétta matarveislu.
- DAGUR 2
- REYNISFJALL
- Eftir morgunmat tekur við um 15 mínútna keyrsla til Víkur í Mýrdal. Leiðin sem við hjólum er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Við hjólum upp veginn sem liðast eins og snákur uppá Reynisfjall þar sem tekur við einstigi meðfram öllu klettabeltinu. Útsýnið sem við fáum yfir svarta sanda Suðurstrandarinnar til beggja átta er ólýsanlegt. Hjólum hring á fjallinu og endum á sama fjallvegi til baka niður í þorpið. Mjög gott að klára daginn í sundi og einnig er í boði að stoppa á veitingastaðnum Ölverk í Hveragerði og gæða sér á gómsætri pizzu áður en rennt er í bæinn.
- 2022
- Frá 1. maí - 30 september 2022
- Fyrir nánari upplýsingar um dagsetningar, sendið okkur fyrirspurn á info@bikecompany.is
- HÓPASTÆRÐ
- 6 - 12 manns
- SÉRHÓPAR!
- Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
- Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is
- ERFIÐLEIKASTIG
- Ferð fyrir óvana fjallahjólara en fólk sem telur sig nokkuð vel á sig komið líkamlega.
Leiðirnar eru ekki mjög tæknilegar en þó er þörf á því að hafa einhverja stjórn á hraða og bremsum.
Dagleiðir eru um 15 km. 4 - 5 klst á dag með hádegishvíldinni.
- TRÚSS
- Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.
- STÍGAR OG LEIÐIR
- Flottustu fjallvegir landsins og þótt víðar væri leitað með smá tvisti af einstigum inná milli. Gætum stundum lent í smá grjóti á leiðunum eða öðrum slíkum ævintýrum.
- TRYGGINGAR
- Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.
- ÚTBÚNAÐARLISTI
- Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.
- í bakpoka
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjólið og/eða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (Ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól
- Langerma hjólapeysa
- Þunn micro-flíspeysa innanundir
- Þunn dún- eða primaloft úlpa
- Gore-tex stakkur
- Fjallahjólastuttbuxur
- Púðabuxur (stuttar eða síðar)
- 2 aukapör sokkar úr ull
- Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
- Sólgleraugu og sólvarnarkrem
- Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
- Vatnsbrúsar á hjólið og/eða camelpoki
- Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
- Handklæði
- Sundföt
- Auka nærfatnaður
- 2 pör af aukasokkum
- Kósíföt og inniskór
- Dúnúlpa
- Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
- Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
- Pumpur / demparapumpa
- Fjölverkfæri fyrir hjól
- Keðjuþvinga
- Slöngur (Ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
- Dekkjaviðgerðarsett
- Lítil bensli (plastbönd) / tesateip
- Keðjuhlekkir
- Bremsuvökvi og blæðiset
- Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
- Gjörð/dekk
- Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól