SYÐRA-FJALLABAK: 2 HJÓLADAGAR

BIKE COMPANY GUIDES

HJÓLAFERÐ Á FJALLABAKI EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR!

Á Syðra-Fjallabaki er einstök náttúrufegurð og hentar svæðið mjög vel til fjallahjólreiða. Við byrjum ferðina í Hungurfit, hjólum fjallvegi niður í Krók, þaðan á einstigum í Torfahlaup og niður í Álftavatn. Höldum svo áfram Laugarveginn fram hjá Hvanngili og aftur í Emstrur. Seinni daginn hjólum við frá Emstrum og niður í Þórsmörk, sem er seinasti parturinn af Laugarveginum og ein allra skemmtilegasta fjallahjólaleið sem til er.
Stærsti hluti leiðarinnar er á þéttum og skemmtilegum stígum sem eru tiltölulega auðveldir og hraðir yfirferðar með hressilega passlegu mixi af grófum, örlítið tæknilegri einstígum. Trússbíll sér um að koma dótinu okkar á milli skálana á meðan við njótum þess að hjóla.

DAGUR 1
LAUFAFELL
Lagt í hann frá Reykjavík um kl. 9. Við keyrum sem leið liggur um Keldur á Rangárvöllum, upp með Eystri-Rangá um Laufahraun að Laufafelli, þar sem að við byrjum að hjóla. Fyrsti hjóladagurinn verður hressilega passleg blanda á milli einstiga og fjallvega. Farið er frá vegamótum Dalakofa/Álftavatns hringinn í kring um Laufafell og þaðan niður í Hungurfit. Þetta er stutt en kraftmikið start sem endar beint fyrir framan fjallaskálann okkar.
DAGUR 2
HUNGURFIT
Frá Hungurfit hjólum við mjög skemmtilegan veg í gegnum Krók og til baka á einstaklega skemmtilegum stíg sem liggur meðfram ánni Hvítmögu til baka í Hungurfit. Einstaklega falleg leið sem liggur við norðurhlíðar Tindfjallajökuls og býður uppá einstakt útsýni yfir Syðra-Fjallabakið (ef veður leyfir).
DAGUR 3
RANGÁRVELLIR
Göngum frá dótinu okkar og þrífum skálann áður en hjólað er af stað. Við byrjum að hjóla frá skálanum sem leið liggur suður eftir fjallvegi að Hafrafelli. Þaðan beygjum við í austur, vöðum fyrir Rangá og hjólum skemmtilegan rollustíg sem liggur meðfram hlíðum Þríhyrnings og endar beint fyrir framan barinn á Midgarð Base Camp á Hvolsvelli. Þetta er frábær leið sem krefst meira úthalds en góðrar tæknilegrar getu. Keyrt til Reykjavíkur seinnipartinn.

2021
20 - 22 júní
28 - 30 júní

HÓPASTÆRÐ
6 - 9 manns


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
89.000 ISK
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
  • Flutningur til og frá Reykjavík með fólk og búnað
  • Hádegisnesti x3, 3ja rétta kvöldmatur x2 og morgunmatur x2
  • Snakk og orkustykki að vild
  • Gisting í fjallaskála
  • Fjallaleiðsögumaður
  • Trússari
  • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
  • Ferðatryggingar
  • Bús, gos og sælgæti

BÓKA FERÐ

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Munum ekki verða fyrir vonbrigðum í þessum kafla ferðarinnar!
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan í Hungurfitjum er til fyrirmyndar. Nóg pláss og vítt til veggja fyrir litla hópa.
Hádegismatur er næringarríkt og hollt nesti sem við gæðum okkur á þegar best hentar yfir daginn.
Við fáum líka með okkur auka orkustykki (þurra ávexti, hnetur, kex og súkkulaði).
* Ef það eru einhverjar séróskir í tengslum við aukaorku þá um að gera að taka slíkt með sér.

GISTING
Gistum tvær nætur í svefnpokaplássi í upphituðum fjallaskála í Hungurfit. Gerist ekki betra! Í Hungurfit hefur verið skálaaðstaða frá árinu 1963 þegar þar var byggður fjallskáli sem var veruleg bót fyrir fjallmenn sem áður höfðu gist í tjöldum. Árið 2013 var nýr skáli tekið í notkun á Hungurfitjum sem tekur 50 manns og er einn af nútímalegustu fjallaskálum á Íslandi, með rennandi vatni, vatnssalerni og rafmagni.

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð alla fjallahjólara sem telja sig í nokkuð góðu líkamlegu formi. Leiðirnar eru nokkuð tæknilegar á köflum og þörf er að hafa góða stjórn á hraða og bremsum.
Dagleiðir eru um 20-50 km eða um 5 - 7 klst. á dag með hádegishvíldinni.

TRÚSS
Berum aðeins létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Flottustu fjallvegir landsins og þótt víðar væri leitað.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fulldempað fjallahjól af vandaðri gerð. Hjálmur og hjólaskór fyrir flata pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
  • Langerma hjólapeysa
  • Þunn micro-flíspeysa innanundir
  • Þunn dún- eða primaloft úlpa
  • Gore-tex stakkur
  • Fjallahjólastuttbuxur
  • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
  • Vaðskór
  • 2 aukapör sokkar úr ull
  • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
  • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
  • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
  • Vatnsbrúsar á hjólið eða camelpoki
  • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
  • Svefnpoki
  • Handklæði
  • Sundföt
  • Auka nærfatnaður
  • 2 pör af aukasokkum
  • Kósíföt og inniskór
  • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
  • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
  • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
  • Pumpur / demparapumpa
  • Fjölverkfæri fyrir hjól
  • Keðjuþvinga
  • Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
  • Dekkjaviðgerðarsett
  • Lítil bensli (plastbönd) / tesateip
  • Keðjuhlekkir
  • Bremsuvökvi og blæðiset
  • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
  • Gjörð/dekk
  • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól

TIL LEIGU
Specialized Turbo Levo rafhjól til leigu á 9.000 kr. fyrir daginn.
Athugið að þau leigjast aðeins í ferðir hjá Bike Company.

FJALLABAK
MEIRA HÉR+

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
THE VOLCANO RIDE ICELAND
MEIRA HÉR+

VÍDEÓ

Hér eru nokkur vídeó myndskeið sem hafa verið tekið í ferðum með Bike Company.
hungurfit fjallahjólaferð
MEIRA HÉR+

BLAÐAGREIN

Þessi grein kom út í júní 2019 og fjallar um hið árlega "FjallaHjólaRokk" sem hefur verið árlegt síðan 2014. Þar er fjallað um 30 konur sem hjóluðu í 3 daga uppá hálendinu í samskonar ferð og voru sumar þeirra að prófa í fyrsta skiptið. Algjörar hetjur!
TOP