FJALLAHJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI – 2024
MEIRA HÉR+
HAMINGJUSTÍGARNIR VIÐ HEKLU
1 HJÓLADAGUR / 1 NÓTT
Það er fátt sem toppar hjólatúr á rafmagnshjóli í íslenskri náttúru, rífa sig frá rútínunni, endurnýja orkuna og láta gleðina taka völd. Þessi ferð hentar öllum fjallahjólurum, byrjendum jafnt sem lengra komnum.
VERÐ: 29.000 ISK
DAGSETNINGAR: Maí, júní, september og október 2024
GISTING: Uppbúin rúm á sveitahóteli
ERFIÐLEIKASTIG: Fyrir alla fjallahjólara
MEIRA HÉR+
Á MILLI FJALLS OG FJÖRU
2 HJÓLADAGAR / 1 NÓTT
Að prófa að hjóla um fallega landið okkar í fyrsta skiptið á ævinni, er einstök upplifun sem að ekki er hægt að lýsa með orðum. Þessi ferð hentar fjallahjóla-byrjendum sem telja sig í ásættanlega góðu líkamlegu formi.
VERÐ: 54.000 ISK
DAGSETNINGAR: Frá 1 maí - 30 september 2024
GISTING: Lúxus glamping tjöld
ERFIÐLEIKASTIG: Fyrir byrjendur
MEIRA HÉR+
LANDMANNAHELLIR
2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Ekkert jafnast á við tveggja daga ævintýri á landi Hellismanna. Kindastígarnir allt í kring um Landmannahelli eru fullkomnir fyrir fjallahjól. Þetta er frekar krefjandi ferð sem hentar vönum fjallahjólurum.
VERÐ: 62.000 ISK
DAGSETNINGAR: Frá 15 júlí - 11 september 2024
GISTING: Svefnpokapláss í fjallaskála
ERFIÐLEIKASTIG: Fyrir lengra komna
MEIRA HÉR+
KVENNAFERÐ Á SUÐURLANDI
3 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Blanda af bestu fjallahjólaleiðum Suðurlands. Við hjólum hina rómuðu Skógaheiði, frábæra leið við Vík í Mýrdal og endum síðan á því að fara hina mögnuðu leið frá Háafossi að Stöng í Þjórsárdal.
VERÐ: Í vinnslu
DAGSETNINGAR: Í vinnsluGISTING: Lúxus glamping tjöld
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað stundað fjallahjólreiðar
MEIRA HÉR+
KVENNAFERÐ Í BISKUPSTUNGUR
2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Biskpustungur er lítið þekkt fjallahjólaparadís. Í þessari ferð fáum við að kynnast tveimur frábærum fjallahjólaleiðum sem eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Þessi ferð mun ekki valda neinum vonbrigðum!
VERÐ: Í vinnslu
DAGSETNINGAR: Í vinnsluGISTING: Gistiheimili
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað stundað fjallahjólreiðar
MEIRA HÉR+
KVENNAFERÐ Í ÞÓRSMÖRK
2 HJÓLADAGAR / 2 NÆTUR
Þórsmörk er ævintýraland fjallahjólarans. Þar er að finna urmul af góðum hjólaleiðum. Þessi ferð er upplagt tækifæri til þess að kynnast nokkrum af þeim bestu.
VERÐ: Í vinnslu
DAGSETNINGAR: Í vinnsluGISTING: Svefnpokagisting í Básum
ERFIÐLEIKASTIG: Betra að hafa eitthvað verið að stunda fjallahjólreiðar