REYNISFJALL; PRÍVAT DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI
FJALLAHJÓLA ÆVINTÝRI SEM LIFIR LENGI Í MINNINGUNNI!
Leiðin sem við hjólum er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Við byrjum á því að hjóla upp fjallveginn sem liðast eins og snákur uppá Reynisfjall þar sem tekur við einstigi meðfram öllu klettabeltinu. Útsýnið sem við fáum yfir svarta sanda suðurstrandarinnar til beggja átta er ólýsanlegt. Hjólum hring á fjallinu og endum á að hjóla niður sama fjallveg til baka í þorpið.
Þið eigið eftir að elska þetta!