REYNISFJALL; PRÍVAT DAGSFERÐ Á FJALLAHJÓLI

REYNISFJALL

FJALLAHJÓLA ÆVINTÝRI SEM LIFIR LENGI Í MINNINGUNNI!

Leiðin sem við hjólum er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Við byrjum á því að hjóla upp fjallveginn sem liðast eins og snákur uppá Reynisfjall þar sem tekur við einstigi meðfram öllu klettabeltinu. Útsýnið sem við fáum yfir svarta sanda suðurstrandarinnar til beggja átta er ólýsanlegt. Hjólum hring á fjallinu og endum á að hjóla niður sama fjallveg til baka í þorpið.

Þið eigið eftir að elska þetta!

LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ
REYNISFJALL
* Leggjum í hann kl. 9:00 frá Skeifunni 11b. Væri gott að mæta vel fyrir þann tíma.
* Þið megið líka droppa hjólunum á mig á morgun og á föstudaginn. Það sparar okkur tíma um morguninn.
* Keyrum í um 3 klukkutíma austur fyrir fjall, ef gert er ráð fyrir kaffi- og pissustoppi.
Muna eftir að útbúa listagott hádegisnesti kvöldið áður!
* Byrjum að hjóla um hádegið og verðum á rúntinum í ca. 3 klukkutíma.
Þessi leið er valin með ykkur í huga. Engir tæknilegir erfiðleikar verða á veginum, hentar vel fyrir byrjendur og er passlega löng.
* Lagt af stað frá Vík-í-Mýrdal kl. 16:00
* Komnar á hótelið kl. 17:30, komum okkur fyrir og sjænum okkur eftir hjólaferðina.
* Kvöldmatur tilbúinn kl. 20:00.
* Kvöldið er okkar og nóttin er ung!
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ
HEIMFERÐ
* Eftir ljúffengan morgunmat tekur við um 1,5 klst keyrsla til Reykjavíkur.
360 HÓTEL
UPPLÝSINGAR
* Bjóða uppá gistingu í lúxus herbergjum, spa meðferðir (heitur pottur, sundlaug, sauna, nudd, líkamsrækt, slökun) og veitingar.
HEIMASÍÐA 360 HÓTEL

VERÐ
15.000 ISK
Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
DAGSETNING:
6 júní 2020
HÓPASTÆRÐ
6 - 10 hjólarar
INNIFALIÐ
  • Flutningur til og frá Reykjavík með fólk, farangur og hjól
  • Fjallahjólaleiðsögumaður
  • Nauðsynleg öryggistæki og fyrstuhjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
  • Fjallahjól og hjálmur
  • Persónulegur útbúnaður, nauðsynlegur í stutta hjólaferð
  • Nesti
  • Tryggingar

MÆTING
Hjá Bike Company, Skeifunni 11b, kl. 8:00.
NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu ásamt nánari upplýsingum.

SPURNINGAR?
Endilega sendið mér línu eða bjallið ef það koma upp einhverjar spurningar.

ERFIÐLEIKASTIG
Stígar og vegir hannaðir með ykkur í huga. Engir tæknilegir erfiðleikar, en kannski farið aðeins út fyrir þægindarammann sem mun gera ykkur þægilega þreyttar en endurnærðar á sál og líkama .
Hjólum um 15 km á 3 - 4 klukkustundum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Hjólum mosagróna slóða, þétta kindastíga og á malarvegum. Algjört ævintýri!

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi.

  • Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis lítinn bakpoka með auka hlífðarfötum og vatnsbrúsa ásamt orkustykki eða súkkulaði
  • Klæðist hlýjum nærfatnaði úr ull eða viðurkenndum gerviefnum og léttum útivistarfatnaði
  • Þykkir fingravettlingar og góðir gönguskór og þunn húfa undir hjálminn eru nauðsynlegir fylgihlutir
  • Þumalputtareglan er að láta sér verða létt kalt áður en hjólað er af stað og passið að klæðast ekki of þykkum fatnaði, frekar þynnri og fleiri flíkum
  • Fínt að hafa með sér aukaföt í bílnum þar sem okkur hættir til að svitna vel í hita leiksins á hjólunum og kólnum því hratt niður þegar við stoppum
  • Alls ekki vera í bómullar- eða gallafatnaði

Við komum með:  
  • Lágmarks fyrstuhjálparbúnað
  • Keðjuolíu- og lása
  • Pumpu / demparapumpu
  • Lítið fjölverkfæri
  • Auka slöngur
  • Verið endilega með nauðsynlegustu varahluti fyrir ykkar hjól
  • TOP