FJALLAHJÓLAROKK: 2 HJÓLADAGAR

TheTeam_Bike Company 2018

ÓGLEYMANLEGT ÆVINTÝRI!

Spennandi fjallahjólaferð hönnuð fyrir konur, pökkuð af fullkomnum hjólstígum, sem liggja nánast ofaní þekktum alfaraleiðum á Suðurströndinni, en eru lítið sem ekkert hjólaðir (ennþá)!
Þessi ferð hentar öllum sem að hafa eitthvað hjólað á fjallahjóli, eru í góðu formi og mæta með jákvæðni og opinn huga í farteskinu.

DAGUR 1
BROTTFÖR
Leggjum í hann seinnipartinn frá Reykjavík og keyrum í tæpa tvo klukkutíma austur fyrir fjall. Komum okkur fyrir í glamping tjöldunum okkar í Mýrdalnum. Ljúffeng fiskisúpa verður á borðum þetta kvöldið
DAGUR 2
MÖRTUNGA
Eftir morgunmat tekur við um 1,5 klst. keyrsla á Kirkjubæjarklaustur. Þar taka á móti okkur heimamenn sem hafa gert kraftaverk í stígavinnslu uppi á heiðinni fyrir ofan bæinn. Það fer eftir aðstæðum hvaða leiðir við hjólum þennan dag. Endum síðan líklega daginn í leik og gleði á “Pump Track” hannað og unnið af kanadískum sérfræðingi. Förum í sund á Kirkjubæjarklaustri áður en haldið er til baka í glamping tjöldin okkar.
DAGUR 3
REYNISFJALL
Eftir morgunmat tekur við um 15 mínútna keyrsla til Víkur í Mýrdal. Leiðin sem við hjólum er hreint masterpís, bæði vegna flæðis og landslagsfegurðar. Við byrjum á því að hjóla gamlan fjallveg alla leið uppá fjallið Höttu og þaðan niður göngustíg niður í þorpið aftur. Seinni leiðin liggur upp veginn sem liðast eins og snákur uppá Reynisfjall þar sem tekur við einstigi meðfram öllu klettabeltinu. Útsýnið sem við fáum yfir svarta sanda Suðurstrandarinnar til beggja átta er ólýsanlegt. Hjólum hring á fjallinu og endum á að hjóla niður sama fjallveg til baka í þorpið. Nuddum þreyttan búkinn í heita pottinum í sundlauginni í Vík áður en rúllað verður heim á leið.

2020
15 - 17 maí - FULLBÓKAÐ
12 - 14 júní

HÓPASTÆRÐ
25 - 30 konur


SÉRHÓPAR!
Við getum skipulagt þessa ferð fyrir sérhópa sem vilja velja sínar eigin leiðir og dagsetningar.
Sendið okkur fyrirspurn og óskið eftir tilboði: info@bikecompany.is

VERÐ
42.000 ISK

Greiðslur með millifærslu: Banki: 308-26-58041, kt. 580411-1850
INNIFALIÐ
 • Kvöldmatur x2, morgunmatur x2
 • Snakk og orkubarir að vild
 • Flutningur á hjólum
 • Gisting í tveggja manna lúxus glamping tjöldum í uppábúnum rúmum
 • Fjallahjólaleiðsögn
 • Leiðarlýsing, kort, nauðsynleg viðgerðartól fyrir hjól og fyrstahjálparbúnaður
EKKI INNIFALIÐ
 • Fjallahjól og allur persónulegur búnaður sem er nauðsynlegur fyrir hjólaferð
 • Ferðir til og frá hjólaleiðum
 • Hádegisnesti
 • Aðgangseyri í sundhallir Suðurlands
 • Ferðatryggingar
 • Bús, gos og sælgæti

 

NÆSTU SKREF
Þegar þú hefur bókað ferðina færðu senda staðfestingu og nánari upplýsingar koma tveimur vikum fyrir brottför.

SPURNINGAR?
Endilega sendu okkur tölvupóst ef þú hefur einhverjar spurningar info@bikecompany.is

MATUR
Munum ekki verða fyrir vonbrigðum í þessum kafla ferðarinnar!
Morgun- og kvöldmatur er undirbúinn og reiddur fram af leiðsögumanni. Eldhúsaðstaðan á Farmhouse Skeiðflöt í Mýrdalnum er staðsett í stórri hlöðu sem að hefur verið gerð upp á snilldarlegan hátt. Nóg pláss og vítt til veggja.
Hver og ein nestar sig fyrir hádegisnesti. Það er fín eldhúsaðstaða til þess að undirbúa slíkt.
Við fáum líka með okkur aukaorkustykki (þurra ávexti, hnetur, kex og súkkulaði).
Látið vita ef þið hafið séróskir eða ef þið eruð með einhvers konar matarofnæmi.

GISTING
Gistum tvær nætur á Skeiðflöt í Mýrdal í lúxus glamping tjöldum, upphituð með uppábúnum rúmum. Gerist ekki betra!

ERFIÐLEIKASTIG
Ferð í meðallagi erfið fyrir alla sem að hafa eitthvað hjólað á fjallahjóli og telja sig nokkuð vel á sig komna líkamlega. Leiðirnar eru á köflum tæknilegar og nauðsynlegt er að hafa góða hraða- og bremsutækni. Dagleiðir eru um 15 - 20 km. 4 - 5 klst á dag með hádegishvíldinni.

TRÚSS
Berum eingöngu létta bakpoka yfir daginn. Allt annað dót er hægt að geyma í bílnum.

STÍGAR OG LEIÐIR
Blanda af grófum fjallvegum og einstigum.

TRYGGINGAR
Í fjallahjólaferðum er mikilvægt að vera með góða tryggingu. Ferðatryggingar eru yfirleitt innifaldar í fjölskyldutryggingum og ef ferð er greidd með kreditkorti en við ráðleggjum þér að staðfesta fyrir brottför að þínar tryggingar tryggi þig í þeirri ferð sem þú velur þér, bæði þig og hjólið þitt.

ÚTBÚNAÐARLISTI
Fjallahjól af vandaðri gerð með framdempara eða fulldempað. Hjálmur og hjólaskór sem þurfa ekki að vera klipptir í pedala. Afar mikilvægt að hjólið sé vel yfirfarið og í toppstandi fyrir ferð.

í bakpoka
 • Langerma hjólapeysa
 • Þunn micro-flíspeysa innanundir
 • Þunn dún- eða primaloft úlpa
 • Gore-tex stakkur
 • Fjallahjólastuttbuxur
 • Púðabuxur (stuttar eða síðar)
 • 2 aukapör sokkar úr ull
 • Hlýir og góðir hjólavettlingar eða hjólagrifflur
 • Sólgleraugu og sólvarnarkrem
 • Myndavél, Go-Pro, GPS, Garmin...
 • Vatnsbrúsar á hjóliðeða camelpoki
 • Helstu varahlutir sem gott væri að hafa með fyrir hjól af ykkar gerð!
Á næturstað:
 • Handklæði
 • Sundföt
 • Auka nærfatnaður
 • 2 pör af aukasokkum
 • Kósíföt og inniskór
 • Dúnúlpa
Sameiginlegur búnaður sem hópurinn skiptir með sér:  
 • Lágmark fyrstuhjálparbúnaður
 • Burstar, tuskur og nóg af keðjuolíu
 • Pumpur / demparapumpa
 • Fjölverkfæri fyrir hjól
 • Keðjuþvinga
 • Slöngur (ath. með réttum ventlum m.v. hjól)
 • Dekkjaviðgerðarsett
 • Lítil bensli (plastbönd) / Tesateip
 • Keðjuhlekkir
 • Bremsuvökvi og blæðiset
 • Kaplar fyrir afturbremsur/afturgíra
 • Gjörð/dekk
 • Komið endilega með það sem þið eigið á ykkar hjól

TIL LEIGU
Fulldempuð fjallahjól, Specialize Stumpjumper SL eða svipuð, fyrir 15,000 kr í tvo daga.

GLAMPING TJÖLDIN

Gistum tvær nætur í "Glamping" á Farmhouse Lodge í Mýrdal. Tjöldin eru upphituð, rúmin uppábúin og nóg rafmagn til þess að hlaða símann. Salernis- og sturtu aðstaða er í nærliggjandi húsi.

MEIRA HÉR UM FARMHOUSE


MTB ICELAND
MEIRA HÉR+

MYNDAALBÚMIÐ

Ljósmyndir segja meira en mörg orðin. Kíktu á nokkrar ljósmyndir úr ferðum okkar síðastliðin ár.
fjallahjol ísland
MEIRA HÉR+

VÍDEÓ

Hér er brot úr mynd sem var tekin af ARTE GERMANY, þar sem að þeir fylgdu okkur eftir í mjög svipaðri hjólaferð í júní 2018
hungurfit fjallahjólaferð
MEIRA HÉR+

BLAÐAGREIN

Þessi grein kom út í júní 2019 og fjallar um "FjallaHjólaRokk" sem hefur verið árlegt síðan 2014. Þar er fjallað um 30 konur sem hjóluðu í 3 daga uppá hálendinu og voru sumar þeirra að prófa í fyrsta skiptið. Algjörar hetjur!
TOP